Stúlkan sem lifði af gæti enn lifað eðlilegu lífi BBI skrifar 7. september 2012 23:00 Lögreglumaður leggur blóm fyrir utan dvalarstað fjölskyldunnar í Frakklandi. Mynd/AFP Fjögurra ára stúlka sem lifði af skotárás í frönsku Ölpunum og beið hreyfingarlaus undir líki móður sinnar í 8 klukkustundir hefur enn möguleika á að lifa allt að því eðlilegu lífi. „Hún þarf að komast aftur heim til sín, í sitt eigið rúm og njóta umönnunar fólks sem hún treystir,“ segir sérfræðingur. Bresk fjölskylda fannst myrt í bifreið í frönsku Ölpunum á miðvikudagskvöld. Tveir kvenmenn létu lífið og einn karlmaður. Auk þeirra voru tvær stelpur í bílnum sem lifðu báðar af, önnur illa særð. Fjögurra ára stúlkan slapp ómeidd og faldi sig undir pilsfaldi annarrar konunnar. „Það sem þessi stúlka hefur mátt þola er óhugnanlegt en ekki einstakt. Það kemur fyrir að börn verði vitni að morði foreldra sinna – ósjaldan er morðinginn hitt foreldrið,“ segir sérfræðingur. Barnið verður fyrir miklu áfalli en önnur dæmi benda til þess að börn geti unnið úr slíkum áföllum. „Stundum loka börn hreinlega á svona minningar. Oft muna þau ekki atburði sem fullorðnum þykja of hryllilegir til að hægt sé að gleyma þeim,“ segir Julie Stokes, sálfræðingur, í viðtali við breska blaðið The Guardian. Því telur Stokes mikilvægt að spurningar lögreglunnar veki ekki upp minningar sem þessi ungi barnsheili hefur lokað á svo hann þurfi ekki að vinna úr þeim. Það gæti sett lögregluna í nokkuð erfiða stöðu því að stúlkurnar tvær sem komust lífs af gætu verið besti lykill lögreglunnar í rannsókn sinni á málinu, en ýmislegt bendir til að um leigumorð hafi verið að ræða. Stokes telur mikilvægt að eðlilegt andrúmsloft verði skapað kringum stúlkuna svo hún fái tíma til að vinna úr atburðunum. Ef hún fái aðstoð færustu sérfræðinga séu allar líkur á að hún geti lifað eðlilegu lífi það sem eftir er. Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Fjögurra ára stúlka sem lifði af skotárás í frönsku Ölpunum og beið hreyfingarlaus undir líki móður sinnar í 8 klukkustundir hefur enn möguleika á að lifa allt að því eðlilegu lífi. „Hún þarf að komast aftur heim til sín, í sitt eigið rúm og njóta umönnunar fólks sem hún treystir,“ segir sérfræðingur. Bresk fjölskylda fannst myrt í bifreið í frönsku Ölpunum á miðvikudagskvöld. Tveir kvenmenn létu lífið og einn karlmaður. Auk þeirra voru tvær stelpur í bílnum sem lifðu báðar af, önnur illa særð. Fjögurra ára stúlkan slapp ómeidd og faldi sig undir pilsfaldi annarrar konunnar. „Það sem þessi stúlka hefur mátt þola er óhugnanlegt en ekki einstakt. Það kemur fyrir að börn verði vitni að morði foreldra sinna – ósjaldan er morðinginn hitt foreldrið,“ segir sérfræðingur. Barnið verður fyrir miklu áfalli en önnur dæmi benda til þess að börn geti unnið úr slíkum áföllum. „Stundum loka börn hreinlega á svona minningar. Oft muna þau ekki atburði sem fullorðnum þykja of hryllilegir til að hægt sé að gleyma þeim,“ segir Julie Stokes, sálfræðingur, í viðtali við breska blaðið The Guardian. Því telur Stokes mikilvægt að spurningar lögreglunnar veki ekki upp minningar sem þessi ungi barnsheili hefur lokað á svo hann þurfi ekki að vinna úr þeim. Það gæti sett lögregluna í nokkuð erfiða stöðu því að stúlkurnar tvær sem komust lífs af gætu verið besti lykill lögreglunnar í rannsókn sinni á málinu, en ýmislegt bendir til að um leigumorð hafi verið að ræða. Stokes telur mikilvægt að eðlilegt andrúmsloft verði skapað kringum stúlkuna svo hún fái tíma til að vinna úr atburðunum. Ef hún fái aðstoð færustu sérfræðinga séu allar líkur á að hún geti lifað eðlilegu lífi það sem eftir er.
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira