Stúlkan sem lifði af gæti enn lifað eðlilegu lífi BBI skrifar 7. september 2012 23:00 Lögreglumaður leggur blóm fyrir utan dvalarstað fjölskyldunnar í Frakklandi. Mynd/AFP Fjögurra ára stúlka sem lifði af skotárás í frönsku Ölpunum og beið hreyfingarlaus undir líki móður sinnar í 8 klukkustundir hefur enn möguleika á að lifa allt að því eðlilegu lífi. „Hún þarf að komast aftur heim til sín, í sitt eigið rúm og njóta umönnunar fólks sem hún treystir,“ segir sérfræðingur. Bresk fjölskylda fannst myrt í bifreið í frönsku Ölpunum á miðvikudagskvöld. Tveir kvenmenn létu lífið og einn karlmaður. Auk þeirra voru tvær stelpur í bílnum sem lifðu báðar af, önnur illa særð. Fjögurra ára stúlkan slapp ómeidd og faldi sig undir pilsfaldi annarrar konunnar. „Það sem þessi stúlka hefur mátt þola er óhugnanlegt en ekki einstakt. Það kemur fyrir að börn verði vitni að morði foreldra sinna – ósjaldan er morðinginn hitt foreldrið,“ segir sérfræðingur. Barnið verður fyrir miklu áfalli en önnur dæmi benda til þess að börn geti unnið úr slíkum áföllum. „Stundum loka börn hreinlega á svona minningar. Oft muna þau ekki atburði sem fullorðnum þykja of hryllilegir til að hægt sé að gleyma þeim,“ segir Julie Stokes, sálfræðingur, í viðtali við breska blaðið The Guardian. Því telur Stokes mikilvægt að spurningar lögreglunnar veki ekki upp minningar sem þessi ungi barnsheili hefur lokað á svo hann þurfi ekki að vinna úr þeim. Það gæti sett lögregluna í nokkuð erfiða stöðu því að stúlkurnar tvær sem komust lífs af gætu verið besti lykill lögreglunnar í rannsókn sinni á málinu, en ýmislegt bendir til að um leigumorð hafi verið að ræða. Stokes telur mikilvægt að eðlilegt andrúmsloft verði skapað kringum stúlkuna svo hún fái tíma til að vinna úr atburðunum. Ef hún fái aðstoð færustu sérfræðinga séu allar líkur á að hún geti lifað eðlilegu lífi það sem eftir er. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Fjögurra ára stúlka sem lifði af skotárás í frönsku Ölpunum og beið hreyfingarlaus undir líki móður sinnar í 8 klukkustundir hefur enn möguleika á að lifa allt að því eðlilegu lífi. „Hún þarf að komast aftur heim til sín, í sitt eigið rúm og njóta umönnunar fólks sem hún treystir,“ segir sérfræðingur. Bresk fjölskylda fannst myrt í bifreið í frönsku Ölpunum á miðvikudagskvöld. Tveir kvenmenn létu lífið og einn karlmaður. Auk þeirra voru tvær stelpur í bílnum sem lifðu báðar af, önnur illa særð. Fjögurra ára stúlkan slapp ómeidd og faldi sig undir pilsfaldi annarrar konunnar. „Það sem þessi stúlka hefur mátt þola er óhugnanlegt en ekki einstakt. Það kemur fyrir að börn verði vitni að morði foreldra sinna – ósjaldan er morðinginn hitt foreldrið,“ segir sérfræðingur. Barnið verður fyrir miklu áfalli en önnur dæmi benda til þess að börn geti unnið úr slíkum áföllum. „Stundum loka börn hreinlega á svona minningar. Oft muna þau ekki atburði sem fullorðnum þykja of hryllilegir til að hægt sé að gleyma þeim,“ segir Julie Stokes, sálfræðingur, í viðtali við breska blaðið The Guardian. Því telur Stokes mikilvægt að spurningar lögreglunnar veki ekki upp minningar sem þessi ungi barnsheili hefur lokað á svo hann þurfi ekki að vinna úr þeim. Það gæti sett lögregluna í nokkuð erfiða stöðu því að stúlkurnar tvær sem komust lífs af gætu verið besti lykill lögreglunnar í rannsókn sinni á málinu, en ýmislegt bendir til að um leigumorð hafi verið að ræða. Stokes telur mikilvægt að eðlilegt andrúmsloft verði skapað kringum stúlkuna svo hún fái tíma til að vinna úr atburðunum. Ef hún fái aðstoð færustu sérfræðinga séu allar líkur á að hún geti lifað eðlilegu lífi það sem eftir er.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna