Innlent

Salan á Berg-Hugin stendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vestmannaeyjabær
Vestmannaeyjabær mynd/ óskar friðriksson
Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Bergs-Hugins hafna kröfu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um að fallið verði frá sölu fyrirtækisins til Síldarvinnslunnar.

Elliði telur að bærinn eigi forkaupsrétt á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Berg-Hugins segja að ákvæði laganna um forkaupsrétt séu afar skýr. Þau taki aðeins til sölu á fiskiskipum, ekki til sölu á hlutabréfum. Þá sé sala á veiðiheimildum ekki háð forkaupsrétti.

Þá segir að ekki standi til að flytja heimilisfesti Bergs-Hugins frá Vestmannaeyjum.

Elliði hefur sagt að mál verði höfðað til að fá kröfu bæjarins viðurkennda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×