Ríkið í samstarf við nýtt félag um Geysi 7. september 2012 06:00 Talið er að allt að 75 prósent erlendra ferðamanna hérlendis heimsæki Geysisvæðið. Fjölmargir eigendur eru að svæðinu og hafa þeir allir nema ríkið stofnað sameiginlegt félag um uppbyggingu.Fréttablaðið/Vilhelm „Ein mjóróma rödd gat sagt nei en nú er orðinn til sameiginlegur félagsskapur sem stefnir að sama marki. Ég er mjög ánægð með þetta," segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, um stofnun sameiginlegs félags eigenda 65 prósenta Geysissvæðisins. Ríkið á 35 prósent Geysissvæðisins og um árabil voru umleitanir um kaup ríkisins á því öllu. Þær runnu í sandinn eftir hrunið að sögn Drífu og ríkið stendur utan félagsins. „Reyndar langaði okkur að ríkið tæki þátt og yrði með en það ákvað að sitja hjá. En í fyrradag [á þriðjudag] var mér lofað að gerður yrði samstarfssamningur við þennan félagsskap og ég er auðvitað mjög ánægð með það," segir Drífa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hyggst hið nýja félag leggja í kostnaðarsama uppbyggingu sem sögð er afar brýn til að bæta aðstöðu til ferðaþjónustu við Geysi. Drífa segir þetta gríðarmikilvægt fyrir Bláskógabyggð og undirstrikar að mjög mikilvægt sé að nú sé kominn farvegur fyrir nauðsynlegar umbætur. „Þetta er algert lykilsvæði fyrir ferðaþjónustu í landinu og okkur er mjög í mun að það sé borin virðing fyrir því og það meðhöndlað á þann hátt sem því ber," segir hún. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi efnahags- og fjármálaráðuneytisins, segir ráðuneytið fagna því að með nýju félagi meðeigenda ríkisins að svæðinu innan girðingar Geysis verði til vettvangur sem komi sameiginlega fram af þeirra hálfu. „Ráðuneytið telur mikilvægt að til staðar sé formlegur vettvangur eigenda á svæðinu til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum ríkis og annarra landeigenda um að bæta ásýnd svæðisins og stuðla að bættu öryggi þeirra sem sækja það heim. Stefnt er að því að setjast fljótlega niður með meðeigendum ríkisins að svæðinu og ræða samstarfið um uppbyggingu þess," segir Elva. Drífa rifjar upp að efnt verði til samkeppni um útlit og hönnun Geysissvæðisins. Vegna þess hversu viðkvæmt það sé megi áætla að skipulagsvinnan taki meira en tvö ár. „Allir þurfa að fá að segja sitt álit og það tekur tíma," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Ein mjóróma rödd gat sagt nei en nú er orðinn til sameiginlegur félagsskapur sem stefnir að sama marki. Ég er mjög ánægð með þetta," segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, um stofnun sameiginlegs félags eigenda 65 prósenta Geysissvæðisins. Ríkið á 35 prósent Geysissvæðisins og um árabil voru umleitanir um kaup ríkisins á því öllu. Þær runnu í sandinn eftir hrunið að sögn Drífu og ríkið stendur utan félagsins. „Reyndar langaði okkur að ríkið tæki þátt og yrði með en það ákvað að sitja hjá. En í fyrradag [á þriðjudag] var mér lofað að gerður yrði samstarfssamningur við þennan félagsskap og ég er auðvitað mjög ánægð með það," segir Drífa. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hyggst hið nýja félag leggja í kostnaðarsama uppbyggingu sem sögð er afar brýn til að bæta aðstöðu til ferðaþjónustu við Geysi. Drífa segir þetta gríðarmikilvægt fyrir Bláskógabyggð og undirstrikar að mjög mikilvægt sé að nú sé kominn farvegur fyrir nauðsynlegar umbætur. „Þetta er algert lykilsvæði fyrir ferðaþjónustu í landinu og okkur er mjög í mun að það sé borin virðing fyrir því og það meðhöndlað á þann hátt sem því ber," segir hún. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi efnahags- og fjármálaráðuneytisins, segir ráðuneytið fagna því að með nýju félagi meðeigenda ríkisins að svæðinu innan girðingar Geysis verði til vettvangur sem komi sameiginlega fram af þeirra hálfu. „Ráðuneytið telur mikilvægt að til staðar sé formlegur vettvangur eigenda á svæðinu til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum ríkis og annarra landeigenda um að bæta ásýnd svæðisins og stuðla að bættu öryggi þeirra sem sækja það heim. Stefnt er að því að setjast fljótlega niður með meðeigendum ríkisins að svæðinu og ræða samstarfið um uppbyggingu þess," segir Elva. Drífa rifjar upp að efnt verði til samkeppni um útlit og hönnun Geysissvæðisins. Vegna þess hversu viðkvæmt það sé megi áætla að skipulagsvinnan taki meira en tvö ár. „Allir þurfa að fá að segja sitt álit og það tekur tíma," segir oddvitinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira