Innlent

Ólafur og Dorrit fylgjast með Ólympíuleikum fatlaðra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú sækja lokadaga Ólympíuleika fatlaðra sem haldnir eru í London. Fyrir hádegi í dag fylgjast þau með keppni í frjálsum íþróttum þar sem Helgi Sveinsson er meðal keppenda. Forseti mun einnig afhenda verðlaun og eftir hádegið heimsækja forsetahjónin Ólympíuþorpið og hitta íslensku keppendurna, þjálfara og forystumenn Íþróttasambands fatlaðra. Þá verður forseti viðstaddur lokahátíð leikanna á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×