Innlent

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkir fyrstu ályktun

Guðmundur Steingrímsson þingmaður er í Bjartri framtíð.
Guðmundur Steingrímsson þingmaður er í Bjartri framtíð.
Björt framtíð vill beita sér fyrir því að hér á landi ríki efnahagslegt jafnvægi og að húsnæðislán verði á svipuðum kjörum og víðast í Evrópu. Hún leggur ríka áherslu á mannréttindamál og umhverfismál og að fjölbreytni ríki á öllum sviðum mannlífsins. Björt framtíð vill að nýting auðlinda sé ávallt í jafnvægi og skili mun meiri arði í sameiginlega sjóði en nú er og að meira frelsi ríki í viðskiptum. Þetta er á meðal þess sem kemur í fyrstu ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar sem samþykkt var í gær.

Þá vill Björt framtíð klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og freista þess að ná sem bestum samningi sem þjóðin getur tekið afstöðu til eftir upplýsta umræðu. Björt framtíð vill að þjóðin standi sig betur í endurvinnslu og vistvænum lífsháttum og að þjóðin setji sér nýja, frumsamda og skýrari stjórnarskrá, líkt og Stjórnlagaráð hefur lagt til.



Ályktunina má lesa hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×