Innlent

Finnar setja skilyrði fyrir loftrýmisgæslu við Ísland

Carl Haglund varnarmálaráðherra Finnlands segir að þátttaka flughers landsins í loftrýmisgæslu við Ísland sé háð nokkrum skilyrðum.

Þegar hefur komið fram að Finnar setja það skilyrði að Svíar verði einnig með en Haglund segir í samtali við UPI fréttastofuna að þar fyrir utan þurfi ákvörðun um þátttöku Finna að byggja á traustum lagalegum grundvelli og finna þurfi fjármagn fyrir hlut Finna í gæslunni.

Hagland segir að Norðmenn myndu bera höfuðábyrgð á loftrýmisgæslunni en að Finnar og Svíar yrðu þátttakendur í æfingum sem tengdust henni, en hvorki Svíar né Finnar eru í NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×