Innlent

Brynjar Mettinisson laus á næstu dögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brynjar Mettinisson hefur verið í tælensku fangelsi undanfarna mánuði.
Brynjar Mettinisson hefur verið í tælensku fangelsi undanfarna mánuði.
Brynjar Mettinisson, sem setið hefur í fangelsi í Tælandi mánuðum saman grunaður um fíkniefnasmygl, verður látinn laus. Utanríkisráðuneytið fékk tilkynningu um þetta í dag. Þetta staðfesti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Máli hans verður ekki áfrýjað.

„Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið mjög nýlega verður honum sleppt úr haldi von bráðar, hugsanlega á morgun. Sömuleiðis hefur okkar sendiherra verið tilkynnt það að málinu verður ekki áfrýjað af hálfu Tælendinga. Brynjar er því laus allra mála," segir Össur í samtali við Vísi.

Össur kveðst mjög ánægður með lyktir mála. „Ég tel að starfsmenn utanríkisþjónustunnar hafi staðið sig ákaflega vel í vörninni fyrir hann og að fylgjast með vellíðan hans," segir Össur. Hann segir að fé skattborgara sem varið var í að senda fólk nokkrum sinnum til Tælands hafi verið vel varið. „Ég er stoltur af mínu fólki," segir Össur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×