Innlent

Lögregluna grunar að hraðbankaþjófar séu farnir úr landi

Grunur leikur á að þrír útlendingar, sem sviku fé út úr hraðbanka á Akureyri þriðja september síðastliðinn, séu farnir úr landi.

Lögreglan á Akureyri óskaði eftir upplýsingum um fólkið í gær og birti af því mynd. Nokkrar vísbendingar bárust í kjölfarið, meðal annas um að fólkið væri farið úr landi.

Ekki liggur fyrir hversu miklu fé fólkið stal úr hraðbankanum, né hvernig því tókst það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×