Fleiri fréttir Mögulegt að stela skyrinu af Íslendingum Einar Karl Haraldsson, ráðgjafi og fyrrum upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir að skyrinu, sem framleiðsluvöru, geti hæglega verið stolið af Íslendingum með eftirlíkingum frá öðrum löndum. Hægt er að fara ákveðnar leiðir til að koma í veg fyrir þetta og þeirra raunhæfust er sú að setja löggjöf um vernd vöruheitisins. 6.9.2012 23:13 Samstarfskonurnar ósáttar við Guðbjart Kvennahreyfing Samfylkingarinnar er ekki ánægð með ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun forstjóra Landspítalans um 450 þúsund krónur á mánuði á meðan aðrir starfsmenn á spítalanum hafa mátt þola kjaraskerðingu. 6.9.2012 23:53 Lufthansa aflýsir um 1200 flugum Flugfélagið Lufthansa í Þýskalandi neyðist til að aflýsa um 1.200 flugum nú um helgina vegna verkfalls flugliða. Verkfallið gæti bitnað á yfir hundrað þúsund farþegum. 6.9.2012 23:39 Hundur í óskilum Þessi svarti hundur fannst á Hafnarfjarðarvegi í kvöld. Hann var blautur og ólarlaus en afar góður og hlýðinn að sögn finnanda. Ef einhver saknar hvutta er hægt að komast í samband við aðilann sem fann hann í síma 778-6686. 6.9.2012 22:13 "Hér verður ekki farið að stunda óreglu“ "Hér verður ekki farið að stunda neina óreglu," segir Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu um nýjan veitingasal Hrafnistu sem nefndur er Skálafell. Salurinn hefur haft vínveitingaleyfi síðan í morgun. 6.9.2012 21:01 Sláturtíð á Selfossi Um hundrað þúsund fjár verður slátrað hjá SS á Selfossi næstu átta vikurnar. Fjörutíu Pólverjar og átta Nýsjálendingar fluttu sérstaklega á Selfoss til að vinna í slátruninni. Hluti af kjötinu fer til Japans, en þeir vilja bara spikfeitt lambakjöt og borða það helst hrátt. Þá er lambakjöt nú í fyrsta sinn flutt til Rússlands. 6.9.2012 20:32 Snilldarlausnir á dagskrá í ár Frumkvöðlasetrið Innovit handsalaði í dag samstarfssamning við Marel og Samtök atvinnulífsins um hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna sem nefnist Snilldarlausnir Marel. Keppnin verður því haldin í fjórða sinn í ár. 6.9.2012 20:07 Bæjarstjóri ánægður að fá að sjá Magnús áfram Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Aldís Hafsteinsdóttir, fagnar því innilega að Stöð 2 hafi ráðið Magnús Hlyn Hreiðarsson, fréttamann af Suðurlandi, til starfa. „Það gerist auðvitað að einkaaðilar standi sig betur en hið opinbera og þetta virðist vera dæmi um það," segir hún. 6.9.2012 20:00 Margir fá kransæðastíflu án þess að hafa hugmynd um það Svokölluð þögul hjartaáföll eru stærra vandamál en áður hefur verið talið. Þetta leiðir ný rannsókn, sem unnin var hér á landi, í ljós. 6.9.2012 19:24 Virkjanaframkvæmdir gætu hafist fyrir áramót Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. 6.9.2012 19:06 Fá mynddiskana ekki afhenta Meirihluti Hæstiréttar staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að verjendur Annþórs Karlssonar og fleiri sakborninga fái ekki afhenta mynd- og hljóðdiska með skýrslutökum af ákærðu og vitnum í málinu. Þetta var niðurstaðan þrátt fyrir að Börkur Birgisson, einn sakborninga, hefði fyrir mistök fengið aðgang að diskunum. 6.9.2012 19:00 Árekstur á Álftanesvegi Árekstur varð á Álftanesvegi um klukkan hálf fimm í dag. Þar skullu tveir bílar saman en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu virðist sem enginn sé alvarlega slasaður. Allir eru komnir út úr bílunum. Sjúkraflutningamenn og lögregla eru enn að störfum á vettvangi. 6.9.2012 16:54 Magnús Hlynur ráðinn til Stöðvar 2 og Vísis Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður hefur verið ráðinn til starfa fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. "Ég er mjög sáttur og sæll að vera kominn á þennan nýja vinnustað eftir að RUV lét mig fara,“ segir Magnús Hlynur í samtali við Vísi. 6.9.2012 16:24 Lögreglan á Akureyri leitar að þessu fólki Lögreglan á Akureyri leitar fjögurra aðila í tengslum við rannsókn á þjófnaðarmáli. Þessir aðilar voru staddir á Akureyri þann 03.09.2012. Líklegast er um erlenda aðila að ræða. Meðfylgjandi myndir voru teknar af þremur þessara aðila í hraðbanka á Akureyri. 6.9.2012 16:16 Ákærður fyrir að hóta fjölskyldu lögreglumanns kynferðisofbeldi Nítján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa borið hníf á almannafæri á horni Laugavegs og Ingólfsstrætis á síðasti ári og ógnað manni með hnífnum og hótað að stinga. 6.9.2012 16:00 Kannabis á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi á Kjalarnesi fyrr í vikunni. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 65 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar en þær vógu um 14 kg. Stór hluti hússins var undirlagður af þessari starfsemi og var búnaðurinn eftir því. 6.9.2012 15:37 Sparkaði í punginn á kennaranum sínum Myndband af ungri rússneskri stúlku í enskutíma hefur vakið mikla athygli á internetinu síðustu daga. Þar sést hvernig kennarinn hennar skammar hana fyrir framan allan bekkinn. 6.9.2012 14:44 Áratuga gamlar myndir úr starfi lögreglunnar birtar á vefnum Lögreglan hefur sett upp sérstaka myndasíðu á myndavefnum flickr. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að lögreglan sjái fyrir sér ýmsa möguleika til miðlunar upplýsinga. Til dæmis að geyma þarna inni upplýsingar um ökutæki sem hefur verið stolið. "Þetta er nú bara svona einn liðurinn í notkun okkar á samfélagsmiðlum," segir Stefán í samtali við Vísi. 6.9.2012 14:41 Jón Gnarr skálaði við eldri borgara - Mojito spilaði fyrir dansi Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, og Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu, skáluðu í bjór þegar nýr salur dvalarheimilis aldraðra, Hrafnistu Reykjavíkur, var vígður í dag. 6.9.2012 14:31 Þriggja ára fangelsi fyrir hrottalega árás í Breiðholti Mennirnir sem réðust á mann á sjötugsaldri í Breiðholti í júlí og héldu honum klukkutímum saman á hemili hans og hótuðu honum ofbeldi voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annar þeirra, Daniel Arciszewski, var dæmdur í þriggja ára fangelsi en hinn, Snorri Sturluson, í tveggja ára fangelsi. Mennirnir voru ákærðir fyrir að beita manninn ofbeldi og meiða hann. Þeir neyddu hann líka til að millifæra hundruð þúsunda á bankareikning sinn. 6.9.2012 13:39 Amazon kynnir nýja vörulínu í dag Vefverslunarrisinn Amazon mun svipta hulunni af nýrri vörulínu í dag. Fyrirtækið mun kynna nýjar útgáfur af Kindle lesbrettinu sem og Kindle Fire spjaldtölvunni. 6.9.2012 13:32 Guðbjartur hækkar laun Björns um 450 þúsund krónur Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, hefur hækkað laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, um fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. 6.9.2012 13:10 Tort bannað að auglýsa: Nr. 1 í innheimtu slysabóta Neytendastofa hefur bannað Tort að birta auglýsingar með fullyrðingunni "Nr. 1 í innheimtu slysabóta“ eftir kvörtun frá keppinaut fyrirtækisins. 6.9.2012 12:50 Börnum hafi verið gert að sæta einangrun Kallað hefur verið eftir bótakröfum frá þeim sem voru vistaðir á Upptöku- eða unglingaheimili ríkisins á árunum 1971 til 1994, en talið er að börn hafi þar sætt illri meðferð og meðal annars verið gert að sæta einangrun þar til þau játuðu á sig refsiverða háttsemi. 6.9.2012 12:06 Óskað eftir vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð norðan við gatnamót Álfabakka og Árskóga í Reykjavík síðdegis í gær, miðvikudaginn 5. september. 6.9.2012 11:48 Ákærður fyrir að ræna 10/11 vopnaður skrúfjárni Karlmaður fæddur 1985 hefur verið ákærður fyrir að ræna verslun 10/11 Við Grímsbæ í mars síðastliðnum. Mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn var vopnaður skrúfjárni sem hann lét standa fram úr ermi peysu sinnar. 6.9.2012 11:33 Drífa Snædal verður framkvæmdastjóri SGS Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins hefur ráðið Drífu Snædal sem framkvæmdastjóra SGS, en hún mun hefja störf hjá sambandinu 17. september næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá sambandinu. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristján Bragason starfar við hlið Drífu til áramóta. 6.9.2012 11:17 Prófessor og þingmaður deila í héraðsdómi "Maður á ekki von á því að alþingismaður ljúgi upp á mann opinberlega og í skrifuðu máli,“ sagði Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands, í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Aðalmeðferð í meiðyrðamáli hans gegn Þór Saari, alþingismanni, hófst klukkan níu í morgun."Maður á ekki von á því að alþingismaður ljúgi upp á mann opinberlega og í skrifuðu máli," sagði Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands, í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Aðalmeðferð í meiðyrðamáli hans gegn Þór Saari, alþingismanni, hófst klukkan níu í morgun. 6.9.2012 10:21 Höfðu einbeittan vilja til þess að myrða Norska lögreglan telur að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Sigrid Schjetne að bana hafi haft einbeittan vilja til þess að myrða einhvern þetta kvöld. Tilviljun hafi hins vegar ráðið því að það var Sigrid sem varð fyrir valinu. 6.9.2012 10:13 Fannst undarlegt að borða dýr sem hún var nýbúin að skoða Leikkonan Emma Watson sagði í viðtali við þáttastjórnandann David Letterman að Ísland væri gullfallegt land, "þetta er eins og að koma til annarrar plánetu,“ útskýrði Emma þegar hún lýsti reynslu sinni af landinu. Leikkonan var hér við tökur á kvikmyndinni Nóa ásamt stórstirninu Russel Crowe í sumar. 6.9.2012 09:48 Eiður búinn að birta þúsundasta molann Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra og bloggari, hefur skrifað þúsundasta molann um málfar og miðla á vefsvæði sitt. Í tímamótamolanum sínum lítur hann yfir horfinn veg og veltir fyrir sér hvaða áhrif skrif hans kunna að hafa haft, en í pistlum sínum hefur Eiður oft tuktað til ritstjórnir sem starfa hér á landi. 6.9.2012 09:38 Fjölskylda myrt í Frakklandi - Telpa komst lífs af Fjögurra ára gömul stúlka lifði af hrottalega morðárás í Frakklandi í nótt. Stúlkan lá á grúfu milli lappa móður sinnar og hafði ekki hreyft sig í rúmar átta klukkustundir þegar lögreglumenn komu á vettvang. 6.9.2012 08:25 Heitavatnslaust frá Köldukvísl að Hvalfjarðargöngum Heitavatnslaust verður frá klukkan átta og fram á kvöld á svæði, sem nær frá Köldukvísl í Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum, vegna viðgerðar í dælustöð í Reykjadal. 6.9.2012 06:29 Annir hjá björgunarmönnum vegna göngumanna í basli Göngumaður féll og meiddist á hné fyrir oafn Kjarnaskóg við Akureyri í gærkvöldi. Hann gat gefið neyðarlínunni upp GPS staðsetningu, þannig að björgunarmenn voru fljótir að finna hann og bera til byggða. Hann var þrátt fyrir það orðinn nokkuð kaldur. 6.9.2012 06:25 Nýnemar tolleraðir í MR Það ríkir mikil gleði í Menntaskólanum í Reykjavík í dag en 260 nýnemar eru tolleðarir núna fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum hófst tolleringin klukkan korter yfir elelfu í morgun og lýkur fljótlega eftir hádegi. Að athöfninni lokinni eru nýnemarnir svo boðnir velkomnir með ljúffengri köku og mjólk. 6.9.2012 11:51 Svefntruflanir gætu verið fyrirboði Alzheimer sjúkdómsins Ný rannsókn sýnir að svefntruflanir hjá fullorðnu fólki gæti verið merki um að viðkomandi sé með Alzheimer á fyrstu stigum sjúkdómsins. 6.9.2012 07:27 Sprenging í tyrknesku vopnabúri kostaði 25 hermenn lífið Mikil sprenging sem varð í vopnabúri tyrkneska hersins í héraðinu Afyon í nótt kostaði 25 hermenn lífið og fjórir liggja særðir á hersjúkrahúsi í grenndinni. 6.9.2012 07:22 Tóku ofurölvi pilt úr umferð eftir busaball Lögreglan tók ofurölvi pilt úr umferð á busaballi Menntaskólans við Hamrahlíð í Vodafone höllinni undir morgun. Hann var vistaður í fangageymslum af manúðarástæðum. 6.9.2012 07:05 Slökkviliðið kallað út að Viðeyjarkirkju Slökkviliðið fékk brunaboð frá Viðeyjarkirkju laust fyrir miðnætt. Viðeyjarferjan var þegar ræst út samkvæmt viðbragðsáætlun og fimm slökkvliðsmenn sendir með henni með búnað. 6.9.2012 07:01 Nýsjálendingar mæta til vinnu í sláturtíðinni Hópur Nýsjálendinga er á leið til landsins til að vinna hér í sláturtíðinni, nánar til tekið í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. 6.9.2012 06:55 Obama formlega útnefndur sem forsetaefni Demókrata Barack Obama var formlega útnefndur sem forsetaefni Demókrataflokksins á flokksþinginu í Norður Karólínu í nótt að okkar tíma. 6.9.2012 06:47 Samkeppni um skipulag Geysis Eigendur meirihluta Geysissvæðisins í Haukadal ætla að ráðast í miklar framkvæmdir og fjárfestingar á svæðinu. Þeir stofnuðu Landeigendafélag Geysis ehf. í gær utan um verkefnið. 6.9.2012 06:30 Gætu liðið mánuðir til viðbótar Nokkrir mánuðir til viðbótar gætu liðið þar til íslenskt fólk, sem ættleiddi tvær stúlkur frá Kólumbíu, fær úrlausn sinna mála. Hjónin, Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson, hafa verið föst með stúlkurnar í Kólumbíu síðan í desember í fyrra. 6.9.2012 06:15 Barstarfsmenn drekka óhóflega Starfsmenn veitingahúsa og bara í Svíþjóð eru líklegri til þess að drekka óhóflega mikið en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn. 6.9.2012 06:00 Athugasemd frá Fréttablaðinu Á meðal gagna í meiðyrðamáli Gunnlaugs gegn Teiti er fyrsta fréttin af málsókn Gunnlaugs, sem birtist í Fréttablaðinu 8. júní í fyrra. Teitur og verjandi hans halda því fram að með því að fara óblíðum orðum um Teit í viðtali við Fréttablaðið hafi Gunnlaugur gert sig útsettari en ella fyrir óvæginni umfjöllun af hálfu Teits. 6.9.2012 05:45 Sjá næstu 50 fréttir
Mögulegt að stela skyrinu af Íslendingum Einar Karl Haraldsson, ráðgjafi og fyrrum upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir að skyrinu, sem framleiðsluvöru, geti hæglega verið stolið af Íslendingum með eftirlíkingum frá öðrum löndum. Hægt er að fara ákveðnar leiðir til að koma í veg fyrir þetta og þeirra raunhæfust er sú að setja löggjöf um vernd vöruheitisins. 6.9.2012 23:13
Samstarfskonurnar ósáttar við Guðbjart Kvennahreyfing Samfylkingarinnar er ekki ánægð með ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun forstjóra Landspítalans um 450 þúsund krónur á mánuði á meðan aðrir starfsmenn á spítalanum hafa mátt þola kjaraskerðingu. 6.9.2012 23:53
Lufthansa aflýsir um 1200 flugum Flugfélagið Lufthansa í Þýskalandi neyðist til að aflýsa um 1.200 flugum nú um helgina vegna verkfalls flugliða. Verkfallið gæti bitnað á yfir hundrað þúsund farþegum. 6.9.2012 23:39
Hundur í óskilum Þessi svarti hundur fannst á Hafnarfjarðarvegi í kvöld. Hann var blautur og ólarlaus en afar góður og hlýðinn að sögn finnanda. Ef einhver saknar hvutta er hægt að komast í samband við aðilann sem fann hann í síma 778-6686. 6.9.2012 22:13
"Hér verður ekki farið að stunda óreglu“ "Hér verður ekki farið að stunda neina óreglu," segir Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu um nýjan veitingasal Hrafnistu sem nefndur er Skálafell. Salurinn hefur haft vínveitingaleyfi síðan í morgun. 6.9.2012 21:01
Sláturtíð á Selfossi Um hundrað þúsund fjár verður slátrað hjá SS á Selfossi næstu átta vikurnar. Fjörutíu Pólverjar og átta Nýsjálendingar fluttu sérstaklega á Selfoss til að vinna í slátruninni. Hluti af kjötinu fer til Japans, en þeir vilja bara spikfeitt lambakjöt og borða það helst hrátt. Þá er lambakjöt nú í fyrsta sinn flutt til Rússlands. 6.9.2012 20:32
Snilldarlausnir á dagskrá í ár Frumkvöðlasetrið Innovit handsalaði í dag samstarfssamning við Marel og Samtök atvinnulífsins um hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna sem nefnist Snilldarlausnir Marel. Keppnin verður því haldin í fjórða sinn í ár. 6.9.2012 20:07
Bæjarstjóri ánægður að fá að sjá Magnús áfram Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Aldís Hafsteinsdóttir, fagnar því innilega að Stöð 2 hafi ráðið Magnús Hlyn Hreiðarsson, fréttamann af Suðurlandi, til starfa. „Það gerist auðvitað að einkaaðilar standi sig betur en hið opinbera og þetta virðist vera dæmi um það," segir hún. 6.9.2012 20:00
Margir fá kransæðastíflu án þess að hafa hugmynd um það Svokölluð þögul hjartaáföll eru stærra vandamál en áður hefur verið talið. Þetta leiðir ný rannsókn, sem unnin var hér á landi, í ljós. 6.9.2012 19:24
Virkjanaframkvæmdir gætu hafist fyrir áramót Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. 6.9.2012 19:06
Fá mynddiskana ekki afhenta Meirihluti Hæstiréttar staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að verjendur Annþórs Karlssonar og fleiri sakborninga fái ekki afhenta mynd- og hljóðdiska með skýrslutökum af ákærðu og vitnum í málinu. Þetta var niðurstaðan þrátt fyrir að Börkur Birgisson, einn sakborninga, hefði fyrir mistök fengið aðgang að diskunum. 6.9.2012 19:00
Árekstur á Álftanesvegi Árekstur varð á Álftanesvegi um klukkan hálf fimm í dag. Þar skullu tveir bílar saman en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu virðist sem enginn sé alvarlega slasaður. Allir eru komnir út úr bílunum. Sjúkraflutningamenn og lögregla eru enn að störfum á vettvangi. 6.9.2012 16:54
Magnús Hlynur ráðinn til Stöðvar 2 og Vísis Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður hefur verið ráðinn til starfa fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. "Ég er mjög sáttur og sæll að vera kominn á þennan nýja vinnustað eftir að RUV lét mig fara,“ segir Magnús Hlynur í samtali við Vísi. 6.9.2012 16:24
Lögreglan á Akureyri leitar að þessu fólki Lögreglan á Akureyri leitar fjögurra aðila í tengslum við rannsókn á þjófnaðarmáli. Þessir aðilar voru staddir á Akureyri þann 03.09.2012. Líklegast er um erlenda aðila að ræða. Meðfylgjandi myndir voru teknar af þremur þessara aðila í hraðbanka á Akureyri. 6.9.2012 16:16
Ákærður fyrir að hóta fjölskyldu lögreglumanns kynferðisofbeldi Nítján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa borið hníf á almannafæri á horni Laugavegs og Ingólfsstrætis á síðasti ári og ógnað manni með hnífnum og hótað að stinga. 6.9.2012 16:00
Kannabis á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi á Kjalarnesi fyrr í vikunni. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 65 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar en þær vógu um 14 kg. Stór hluti hússins var undirlagður af þessari starfsemi og var búnaðurinn eftir því. 6.9.2012 15:37
Sparkaði í punginn á kennaranum sínum Myndband af ungri rússneskri stúlku í enskutíma hefur vakið mikla athygli á internetinu síðustu daga. Þar sést hvernig kennarinn hennar skammar hana fyrir framan allan bekkinn. 6.9.2012 14:44
Áratuga gamlar myndir úr starfi lögreglunnar birtar á vefnum Lögreglan hefur sett upp sérstaka myndasíðu á myndavefnum flickr. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að lögreglan sjái fyrir sér ýmsa möguleika til miðlunar upplýsinga. Til dæmis að geyma þarna inni upplýsingar um ökutæki sem hefur verið stolið. "Þetta er nú bara svona einn liðurinn í notkun okkar á samfélagsmiðlum," segir Stefán í samtali við Vísi. 6.9.2012 14:41
Jón Gnarr skálaði við eldri borgara - Mojito spilaði fyrir dansi Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, og Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu, skáluðu í bjór þegar nýr salur dvalarheimilis aldraðra, Hrafnistu Reykjavíkur, var vígður í dag. 6.9.2012 14:31
Þriggja ára fangelsi fyrir hrottalega árás í Breiðholti Mennirnir sem réðust á mann á sjötugsaldri í Breiðholti í júlí og héldu honum klukkutímum saman á hemili hans og hótuðu honum ofbeldi voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annar þeirra, Daniel Arciszewski, var dæmdur í þriggja ára fangelsi en hinn, Snorri Sturluson, í tveggja ára fangelsi. Mennirnir voru ákærðir fyrir að beita manninn ofbeldi og meiða hann. Þeir neyddu hann líka til að millifæra hundruð þúsunda á bankareikning sinn. 6.9.2012 13:39
Amazon kynnir nýja vörulínu í dag Vefverslunarrisinn Amazon mun svipta hulunni af nýrri vörulínu í dag. Fyrirtækið mun kynna nýjar útgáfur af Kindle lesbrettinu sem og Kindle Fire spjaldtölvunni. 6.9.2012 13:32
Guðbjartur hækkar laun Björns um 450 þúsund krónur Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, hefur hækkað laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, um fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. 6.9.2012 13:10
Tort bannað að auglýsa: Nr. 1 í innheimtu slysabóta Neytendastofa hefur bannað Tort að birta auglýsingar með fullyrðingunni "Nr. 1 í innheimtu slysabóta“ eftir kvörtun frá keppinaut fyrirtækisins. 6.9.2012 12:50
Börnum hafi verið gert að sæta einangrun Kallað hefur verið eftir bótakröfum frá þeim sem voru vistaðir á Upptöku- eða unglingaheimili ríkisins á árunum 1971 til 1994, en talið er að börn hafi þar sætt illri meðferð og meðal annars verið gert að sæta einangrun þar til þau játuðu á sig refsiverða háttsemi. 6.9.2012 12:06
Óskað eftir vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð norðan við gatnamót Álfabakka og Árskóga í Reykjavík síðdegis í gær, miðvikudaginn 5. september. 6.9.2012 11:48
Ákærður fyrir að ræna 10/11 vopnaður skrúfjárni Karlmaður fæddur 1985 hefur verið ákærður fyrir að ræna verslun 10/11 Við Grímsbæ í mars síðastliðnum. Mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn var vopnaður skrúfjárni sem hann lét standa fram úr ermi peysu sinnar. 6.9.2012 11:33
Drífa Snædal verður framkvæmdastjóri SGS Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins hefur ráðið Drífu Snædal sem framkvæmdastjóra SGS, en hún mun hefja störf hjá sambandinu 17. september næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá sambandinu. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristján Bragason starfar við hlið Drífu til áramóta. 6.9.2012 11:17
Prófessor og þingmaður deila í héraðsdómi "Maður á ekki von á því að alþingismaður ljúgi upp á mann opinberlega og í skrifuðu máli,“ sagði Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands, í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Aðalmeðferð í meiðyrðamáli hans gegn Þór Saari, alþingismanni, hófst klukkan níu í morgun."Maður á ekki von á því að alþingismaður ljúgi upp á mann opinberlega og í skrifuðu máli," sagði Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands, í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Aðalmeðferð í meiðyrðamáli hans gegn Þór Saari, alþingismanni, hófst klukkan níu í morgun. 6.9.2012 10:21
Höfðu einbeittan vilja til þess að myrða Norska lögreglan telur að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Sigrid Schjetne að bana hafi haft einbeittan vilja til þess að myrða einhvern þetta kvöld. Tilviljun hafi hins vegar ráðið því að það var Sigrid sem varð fyrir valinu. 6.9.2012 10:13
Fannst undarlegt að borða dýr sem hún var nýbúin að skoða Leikkonan Emma Watson sagði í viðtali við þáttastjórnandann David Letterman að Ísland væri gullfallegt land, "þetta er eins og að koma til annarrar plánetu,“ útskýrði Emma þegar hún lýsti reynslu sinni af landinu. Leikkonan var hér við tökur á kvikmyndinni Nóa ásamt stórstirninu Russel Crowe í sumar. 6.9.2012 09:48
Eiður búinn að birta þúsundasta molann Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra og bloggari, hefur skrifað þúsundasta molann um málfar og miðla á vefsvæði sitt. Í tímamótamolanum sínum lítur hann yfir horfinn veg og veltir fyrir sér hvaða áhrif skrif hans kunna að hafa haft, en í pistlum sínum hefur Eiður oft tuktað til ritstjórnir sem starfa hér á landi. 6.9.2012 09:38
Fjölskylda myrt í Frakklandi - Telpa komst lífs af Fjögurra ára gömul stúlka lifði af hrottalega morðárás í Frakklandi í nótt. Stúlkan lá á grúfu milli lappa móður sinnar og hafði ekki hreyft sig í rúmar átta klukkustundir þegar lögreglumenn komu á vettvang. 6.9.2012 08:25
Heitavatnslaust frá Köldukvísl að Hvalfjarðargöngum Heitavatnslaust verður frá klukkan átta og fram á kvöld á svæði, sem nær frá Köldukvísl í Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum, vegna viðgerðar í dælustöð í Reykjadal. 6.9.2012 06:29
Annir hjá björgunarmönnum vegna göngumanna í basli Göngumaður féll og meiddist á hné fyrir oafn Kjarnaskóg við Akureyri í gærkvöldi. Hann gat gefið neyðarlínunni upp GPS staðsetningu, þannig að björgunarmenn voru fljótir að finna hann og bera til byggða. Hann var þrátt fyrir það orðinn nokkuð kaldur. 6.9.2012 06:25
Nýnemar tolleraðir í MR Það ríkir mikil gleði í Menntaskólanum í Reykjavík í dag en 260 nýnemar eru tolleðarir núna fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum hófst tolleringin klukkan korter yfir elelfu í morgun og lýkur fljótlega eftir hádegi. Að athöfninni lokinni eru nýnemarnir svo boðnir velkomnir með ljúffengri köku og mjólk. 6.9.2012 11:51
Svefntruflanir gætu verið fyrirboði Alzheimer sjúkdómsins Ný rannsókn sýnir að svefntruflanir hjá fullorðnu fólki gæti verið merki um að viðkomandi sé með Alzheimer á fyrstu stigum sjúkdómsins. 6.9.2012 07:27
Sprenging í tyrknesku vopnabúri kostaði 25 hermenn lífið Mikil sprenging sem varð í vopnabúri tyrkneska hersins í héraðinu Afyon í nótt kostaði 25 hermenn lífið og fjórir liggja særðir á hersjúkrahúsi í grenndinni. 6.9.2012 07:22
Tóku ofurölvi pilt úr umferð eftir busaball Lögreglan tók ofurölvi pilt úr umferð á busaballi Menntaskólans við Hamrahlíð í Vodafone höllinni undir morgun. Hann var vistaður í fangageymslum af manúðarástæðum. 6.9.2012 07:05
Slökkviliðið kallað út að Viðeyjarkirkju Slökkviliðið fékk brunaboð frá Viðeyjarkirkju laust fyrir miðnætt. Viðeyjarferjan var þegar ræst út samkvæmt viðbragðsáætlun og fimm slökkvliðsmenn sendir með henni með búnað. 6.9.2012 07:01
Nýsjálendingar mæta til vinnu í sláturtíðinni Hópur Nýsjálendinga er á leið til landsins til að vinna hér í sláturtíðinni, nánar til tekið í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. 6.9.2012 06:55
Obama formlega útnefndur sem forsetaefni Demókrata Barack Obama var formlega útnefndur sem forsetaefni Demókrataflokksins á flokksþinginu í Norður Karólínu í nótt að okkar tíma. 6.9.2012 06:47
Samkeppni um skipulag Geysis Eigendur meirihluta Geysissvæðisins í Haukadal ætla að ráðast í miklar framkvæmdir og fjárfestingar á svæðinu. Þeir stofnuðu Landeigendafélag Geysis ehf. í gær utan um verkefnið. 6.9.2012 06:30
Gætu liðið mánuðir til viðbótar Nokkrir mánuðir til viðbótar gætu liðið þar til íslenskt fólk, sem ættleiddi tvær stúlkur frá Kólumbíu, fær úrlausn sinna mála. Hjónin, Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson, hafa verið föst með stúlkurnar í Kólumbíu síðan í desember í fyrra. 6.9.2012 06:15
Barstarfsmenn drekka óhóflega Starfsmenn veitingahúsa og bara í Svíþjóð eru líklegri til þess að drekka óhóflega mikið en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn. 6.9.2012 06:00
Athugasemd frá Fréttablaðinu Á meðal gagna í meiðyrðamáli Gunnlaugs gegn Teiti er fyrsta fréttin af málsókn Gunnlaugs, sem birtist í Fréttablaðinu 8. júní í fyrra. Teitur og verjandi hans halda því fram að með því að fara óblíðum orðum um Teit í viðtali við Fréttablaðið hafi Gunnlaugur gert sig útsettari en ella fyrir óvæginni umfjöllun af hálfu Teits. 6.9.2012 05:45