Innlent

Sean Penn kominn til landsins

Sean Penn leikur ljósmyndara í kvikmynd Ben Stiller.
Sean Penn leikur ljósmyndara í kvikmynd Ben Stiller.
Stórleikarinn Sean Penn kom til landsins í gærkvöldi en hann leikur í kvikmyndinni sem Ben Stiller leikstýrir hér á landi, The Secret Life Of Walter Mitty. Tökur hafa staðið yfir síðustu viku og halda áfram nú um helgina.

Samkvæmt upplýsingum Vísis lenti Sean Penn í gærkvöldi á Keflavíkurflugvelli. Hann var með derhúfu á höfði en þegar hann kom út úr flugstöðinni beið hans bílstjóri sem ók með hann á brott.

Ben Stiller sagði í viðtali við Kastljósið í vikunni að Sean Penn myndi leika ljósmyndara í myndinni og að um helgina færu tökur fram upp á jökli. Það má því búast við stuði um helgina, en Stiller sagði að mörg áhættuatriði yrðu tekin upp um helgina - það yrði meðal annars stokkið út úr þyrlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×