Innlent

Hjálmurinn bjargaði sjómanni

Sjómaður á litlu togskipi hlaut höfuðáverka þegar hann klemmdist á milli toghlera og gálga, þegar skipið var á veiðum á Látragrunni út af Látrabjargi um sex leitið í morgun.

Skipstjórinn hafði þegar samband við þyrlulækni, sem mat ástand sjúklingsins svo að hann þyrfti að komast undir læknishendur sem allra fyrst.

Þyrla Gæslunnar var því send eftir sjómanninum og lenti með hann við Landspítalann í Fossvogi um níu leitið, þar sem hinn slasaði gekkst þegar undir aðgerð.

Hann mun ekki vera í lífshættu og getur þakkað það því, að hann var með öflugan öryggishjálm á höfði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×