Innlent

Enn leitað að meintu þjófagengi á Akureyri

Þessa myndir náðust af fólkinu í hraðbankanum
Þessa myndir náðust af fólkinu í hraðbankanum
Lögreglan á Akureyri leitar enn að þremur einstaklingum sem stálu fé út úr hraðbanka á dögunum, en lögreglan lýsti eftir fólkinu í fjölmiðlum í gær. Um er að ræða tvo karlmenn og konu sem eru líklega útlensk að mati lögreglunnar, en það hefur þó ekki fengist staðfest.

Mikið af ábendingum hafa borist til lögreglunnar á Akureyri vegna málsins. Lögreglan áréttar þó að hafi einhver orðið var við fólkið, viti hvar það er niðurkomið eða hafi aðrar upplýsingar um það, þá er þeim vinsamlegast bent á að hafa samband við lögreglunna í síma 464 7705.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×