"Crossfit er galin líkamsrækt“ BBI skrifar 7. september 2012 19:23 Mynd/Anton Brink Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. Þórdís Lilja Gísladóttir, ólympíufari, íslandsmeistari í hástökki og íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík, gerir margþættar athugasemdir við crossfit æðið. Hún segir að það sé drifið áfram af markaðsöflum og snúist minna um heilsu iðkenda en að græða peninga. Í fyrsta lagi telur hún fyrirkomulagið sjálft galið. Crossfit snýst um að iðkendur gera allir svonefnda æfingu dagsins. Þannig á æfingin að henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. „Hugmyndin er galin. Þeir sem eru í toppformi æfa náttúrlega öðruvísi en byrjendur," segir hún og finnst fáránlegt að miða við fyrirframskrifaða æfingu án þess að huga neitt að því hvaða fólk sé í salnum og hvað henti því.Þórdís Lilja Gísladóttir tekur við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins sem uppfræðari ársins fyrir að standa að framúrskarandi íþróttastarfi.Í öðru lagi brýtur crossfit kennslan öll lögmál þjálffræði. „Við erum búin að læra þjálffræði, hvernig samspil hvíldar og ákefðar á að vera o.s.frv. Þetta eru fræði byggð á rannsóknum en þau eru öll brotin í crossfit tímum. Fólk er að gera 150 hnébeygjur í einum tíma. Ég er afrekskona í íþróttum og ég hef aldrei á ævinni gert 150 hnébeygjur í einum tíma. Það er ekki heil brú í þessu," segir hún. Í þriðja lagi eru öll lögmál í kennslufræði brotin. Fólk í crossfit gerir mjög flóknar tæknilegar æfingar og ólympískar lyftingar. Fólki er varpað út í æfingarnar án þess það hafi nokkur grunn sem talandi er um í æfingunum. „Það að snara og clean-a (ólympískar lyftingar) eru mjög flóknar æfingar. Ég var búin að læra það í tvö ár áður en það fór að gefa fyrir mig. Þarna er fólk komið með þyngdir um leið," segir hún. Auk þess eru gerðar fleiri endurtekningar af lyftunum í hverjum crossfit tíma en Þórdís telur æskilegt. „Ég man ekki eftir að hafa gert fleiri en sex endurtekningar á mínum ferli. Þarna gerir fólk tugi endurtekninga," segir hún.Mynd/Anton BrinkAð lokum telur hún að þjálfarar í crossfit hafi oft ekki mikla menntun eða reynslu á því sviði. Það sé umhugsunarvert. „Fólk verður að spyrja sig: Hjá hverjum er ég að æfa? Hefur hann einhverja þekkingu á því sem hann er að kenna mér," segir hún. Hún segir að allt sé þetta verulegt áhyggjuefni hjá íþróttafræðingum og vill að lokum, sem lektor í íþróttafræði, benda fólki á að það sé „enginn vandi að láta fólk verða þreytt eftir æfingu. En það eru mikil fræði að láta fólk þjálfa rétt." Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. Þórdís Lilja Gísladóttir, ólympíufari, íslandsmeistari í hástökki og íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík, gerir margþættar athugasemdir við crossfit æðið. Hún segir að það sé drifið áfram af markaðsöflum og snúist minna um heilsu iðkenda en að græða peninga. Í fyrsta lagi telur hún fyrirkomulagið sjálft galið. Crossfit snýst um að iðkendur gera allir svonefnda æfingu dagsins. Þannig á æfingin að henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. „Hugmyndin er galin. Þeir sem eru í toppformi æfa náttúrlega öðruvísi en byrjendur," segir hún og finnst fáránlegt að miða við fyrirframskrifaða æfingu án þess að huga neitt að því hvaða fólk sé í salnum og hvað henti því.Þórdís Lilja Gísladóttir tekur við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins sem uppfræðari ársins fyrir að standa að framúrskarandi íþróttastarfi.Í öðru lagi brýtur crossfit kennslan öll lögmál þjálffræði. „Við erum búin að læra þjálffræði, hvernig samspil hvíldar og ákefðar á að vera o.s.frv. Þetta eru fræði byggð á rannsóknum en þau eru öll brotin í crossfit tímum. Fólk er að gera 150 hnébeygjur í einum tíma. Ég er afrekskona í íþróttum og ég hef aldrei á ævinni gert 150 hnébeygjur í einum tíma. Það er ekki heil brú í þessu," segir hún. Í þriðja lagi eru öll lögmál í kennslufræði brotin. Fólk í crossfit gerir mjög flóknar tæknilegar æfingar og ólympískar lyftingar. Fólki er varpað út í æfingarnar án þess það hafi nokkur grunn sem talandi er um í æfingunum. „Það að snara og clean-a (ólympískar lyftingar) eru mjög flóknar æfingar. Ég var búin að læra það í tvö ár áður en það fór að gefa fyrir mig. Þarna er fólk komið með þyngdir um leið," segir hún. Auk þess eru gerðar fleiri endurtekningar af lyftunum í hverjum crossfit tíma en Þórdís telur æskilegt. „Ég man ekki eftir að hafa gert fleiri en sex endurtekningar á mínum ferli. Þarna gerir fólk tugi endurtekninga," segir hún.Mynd/Anton BrinkAð lokum telur hún að þjálfarar í crossfit hafi oft ekki mikla menntun eða reynslu á því sviði. Það sé umhugsunarvert. „Fólk verður að spyrja sig: Hjá hverjum er ég að æfa? Hefur hann einhverja þekkingu á því sem hann er að kenna mér," segir hún. Hún segir að allt sé þetta verulegt áhyggjuefni hjá íþróttafræðingum og vill að lokum, sem lektor í íþróttafræði, benda fólki á að það sé „enginn vandi að láta fólk verða þreytt eftir æfingu. En það eru mikil fræði að láta fólk þjálfa rétt."
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira