Fleiri fréttir

Engin lúxussigling yfir Norður-Atlantshafið

Íslendingarnir fjórir sem áætla að róa um fimmþúsund kílómetra leið yfir Norður-Atlantshafið án fylgdar og slá um leið heimsmet búast ekki við neinni lúxusferð. Þeir eru þó jákvæðir enda alvanir róðrarmenn og sjá fram á að komast eins nálægt himnaríki og hægt er.

Blindir geta loks leikið eftir nótum

Blindir og sjónskertir Íslendingar geta nú með tilkomu nýrrar kennslubókar leikið tónlist eftir nótum, en þeir hafa hingað til þurft að reiða sig eingöngu á heyrnina í tónlistarnámi. Möguleikinn veitir frelsi segja höfundar bókarinnar.

Aldrei fleiri kvenleikstjórar á RIFF

Þrjátíu og sjö prósent leikstjóra á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík eru konur. Hátíðin verður haldin í níunda sinn nú í ár. Stjórnandi hátíðarinnar segir úrvalið aldrei hafa verið meira.

Vilja vita laun stjórnarmanna slitastjórna

Kröfuhafar í gamla Glitni telja að þóknanir til skilanefndarmanna hafi hækkað mjög og óska því eftir sundurliðun. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, segist ekki geta séð að sundurliðunin skipti nokkru máli.

Í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og tilraun til vændiskaupa

Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Þór Guðgeirsson í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu sem hann hafði ætlað að kaupa vændi af. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir sama brot. Brotið var framið í september 2009.

Síbrotamaður í 18 mánaða fangelsi

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag 18 mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni á sextugsaldri sem var dæmdur fyrir líkamsárás, fjársvik, nytjastuld og brot á vopnalögum.

Ólympíufarar heiðraðir

Reykvískir Ólympíufarar sem kepptu fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í sumar voru heiðraðir í Höfða í dag. Jón Gnarr tók á móti hópnum, hélt stutta tölu og spjallaði við afreksfólkið.

Skipstjóri Titanic hafði fallið á skipstjórnarprófi

Edward John Smith, skipstjórinn á Titanic, féll á fyrsta skipstjórnarprófinu sem hann tók, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í dag og Daily Telegraph greinir frá. Hann reyndi síðan aftur við prófið og hlaut meistarapróf í febrúar 1888. Sem kunnugt er sökk Titanic í jómfrúarferð sinni árið 1912 eftir að skipið rakst á ísjaka.

Knattspyrnumaður kærður fyrir nauðgun

Leikmaður í 2. deild karla hefur verið kærður fyrir nauðgun, samkvæmt upplýsingum sem knattspyrnuvefurinn 433.is hefur frá lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum vefjarins mun kæran hafa haft víðtæk áhrif á félagið sem leikmaðurinn leikur fyrir. Ennfremur segir að stúlkan sem maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað sé kærasta liðsfélaga hans. Þá segir að kærasti meints fórnarlambs sé hættur að spila með liðinu en hann hafði komið við sögu í flestum leikjum liðsins á tímabilinu. Leikmaðurinn sem kærður var spilar hinsvegar enn með liðinu og var í byrjunarliðinu þegar liðið lék um síðustu helgi.

Bæjarráð eingöngu skipað konum

Bæjarráð Ölfuss kom saman á venjubundnum fundartíma í morgun en það var í fyrsta skipti sem bæjarráðið er eingöngu skipað konum samkvæmt fréttavefnum Sunnlenska.is.

Sigmundur Ernir vill sitja áfram

Allir þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sækjast eftir endurkjöri, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum Vikudagur. Þau Kristján Möller, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Mikaelsdóttir hafa setið á þingi fyrir flokkinn þetta kjörtímabil. Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður haldinn á Húsavík á laugardaginn. Þar verður væntanlega ákveðið hvernig staðið verður að vali á framboðlista flokksins.

Meistaralegur mánuður að hefjast

Hinn svokallaði Meistaramánuður hefst 1. október næstkomandi eða eftir 10 daga. Þá munu þúsundir manna sameinast um að skora á sjálfa sig, kýla á hlutina sem þá dreymir um og verða í stuttu máli betra eintak af sjálfum sér.

Miliband á leið til Íslands

David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra og umhverfisráðherra Breta, kemur til Íslands í næstu viku. David Miliband var kjörinn á þing árið 2001 og varð ráðherra skólamála ári síðar; árið 2006 varð hann umhverfisráðherra og árið 2007 utanríkisráðherra, þá aðeins 41 árs gamall. Miliband hefur látið til sín taka í umræðum um loftslagsbreytingar og hvetur til alþjóðlegs samstarfs um umhverfisvernd, málefni hafsins og orkumál. Á vef Háskóla Íslands kemur fram að Miliband hefur sent frá sér margvíslegar ritsmíðar.

Chopin gerði útslagið - sýknaður af líkamsárás

Karlmaður á sextugsaldri var sýknaður af líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann var ákærður fyrir að taka um hönd konu, sem var nágranni hans, snúa upp á hana og henda henni utan í nálægan steinvegg. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa slegið mann hennar með stunguskóflu en árásin átti að hafa átt sér stað í janúar á síðasta ári.

Á þriðja hundrað manns hafa greitt atkvæði

Alls eru nú 267 manns búnir að greiða atkvæði utankjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fer 20 október næstkomandi. Þar af hafa 165 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst við embætti sýslumannsins í Reykjavík þann 25. ágúst síðastliðinn.

Vilja 5 milljóna bætur vegna úrgangs í Ytri-Rangá

Leigutaki Ytri-Rangár vill að sveitarfélagið Rangárþing ytra greiði 5 milljóna króna bætur vegna tjóns sem varð er kjúklingaúrgangur lak frá sláturhúsi á Hellu í fyrra. Ekki okkar ábyrgð þótt við eigum fráveituna segir sveitarstjórinn.

Forsætisráðherra vísar svikabrigslum til föðurhúsanna

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vísar því til föðurhúsanna að fyrirheit í stöðugleikasáttmálunum hafi verið svikin. Það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vakti máls á því á Alþingi í dag að Samtök Atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin teldu stjórnvöld ekki hafa staðið við sinn hlut stöðugleikasáttmálans.

Ímyndum okkur að opna þyrfti hommaathvarf

"Ímyndum okkur að árásir og ógn við líf samkynhneigðra væri svo útbreitt samfélagsmein að það yrði að opna sérstakt hommaathvarf í miðbæ Reykjavíkur," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona, sem fjallar um kynbundið ofbeldi og Kvennaathvarfið í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Nubo-frétt eins og þruma úr heiðskíru lofti

"Þetta kemur eiginlega eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra, um frétt China Daily sem greinir frá því í dag að samningur Huang Nubo, um leigu á Grímsstöðum á fjöllum, liggi endanlega fyrir og að skrifað verði undir samninginn í næsta mánuði.

Dómstólarnir með opið hús

Héraðsdómstólarnir verða með opið hús á laugardag, milli klukkan 11 og 14, í tilefni af 20 ára afmæli dómstólanna. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér starfsemi dómstólanna, fara í skoðunarferðir um dómhúsin og sitja sýndarréttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur sem Háskólinn í Reykjavík mun leiða. Þá gefst gestum tækifæri til að koma með nytsamlegar ábendingar í "skilaboðaskjóðu", sem liggur fyrir í anddyri hvers dómstóls. Í hana eru allar ábendingar vel þegnar er snúa að starfsemi dómstólanna, bæði hvað sé gott í starfinu og það sem betur má fara.

Umferðarstofa varar ökumenn við sólinni

Undanfarna daga hefur mátt rekja fjölda árekstra og óhappa til þess að sólin hafi blindað ökumenn. Sólin er nú lágt á lofti og himinn heiður víða um land. Þó það sé auðvitað fyrst og fremst ánægjulegt vill Umferðarstofa vara ökumenn við þeirri hættu sem því fylgir.

China Daily: Skrifað undir samning við Nubo í næsta mánuði

Staðhæft er á vefsíðu kínverska blaðsins China Daily að samningur Huang Nubo um leigu á Grímsstöðum á fjöllum liggi endanlega fyrir og að skrifað verði undir samninginn í næsta mánuði. Þá verði boðað til blaðamannafundar til að kynna samninginn.

Yfir 100 meðlimir Hells Angels og Bandidos handteknir

Yfir 100 meðlimir glæpagengjanna Hells Angels og Bandidos í Danmörku voru handteknir í gærdag þegar danska lögreglan efndi til viðamikillar aðgerðar gegn gengjunum og réðist inn í öll klúbbhús þeirra á Sjálandi.

Vara við galla í öryggiskerfi Internet Explorer

Tölvuöryggisfyrirtæki í Danmörku og Þýskalandi hafa hvatt almenning í þessum löndum til að hætta að nota Internet Explorer vafrann frá Microsoft tímabundið vegna galla í öryggisvörnum vafrans.

Liðsmenn Obama kætast yfir klúðri

Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.

Um tuttugu sendiráðum lokað á morgun

Birting nýrra skopmynda af Múhameð spámanni í franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur aukið enn á þá spennu sem verið hefur út af ögrandi myndbandi sem gert var í Bandaríkjunum.

Hætt við uppsagnir á RÚV

Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað á fundi sínum í gær að hætta við að segja upp fjórum til sex starfsmönnum Rásar 1. Þetta staðfesti Halldór Guðmundsson, stjórnarmaður í RÚV, í samtali við vefmiðilinn Smuguna í gærkvöldi. Starfsmenn Rásar 1 höfðu skrifað Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, bréf þar sem fyrirhuguðum uppsögnum var mótmælt.

Sumarísinn er að hverfa

Einn fremsti vísindamaður heims á sviði hafísmála segir hættu á að eftir fjögur ár heyri hafís á sumrin sögunni til á norðurskautinu. Brött spá, segir veðurfræðingur, en ísinn fer minnkandi. Hefur áhrif á veðurfar og lífríki sjávar. Draga verður úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Wen Jiabao á sínum síðasta alþjóðlega toppfundi

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína mun taka þátt í toppfundi Evrópusambandsins og Kína sem hefst í dag. Þetta verður síðasti alþjóðlegi fundurinn sem Jiabao situr en hann mun láta af störfum sem forsætisráðherra síðar í ár þegar boðuð valdaskipti í kínverska kommúnistaflokknum fara fram.

Töluvert um innbrot í borginni

Töluvert var um innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt en lögreglan var meðal annars kölluð að tveimur heimilum í Kópavogi.

Skógur í Fnjóskadal jafnaðist við jörðu

Skóglendi innst í Fnjóskadal fór afar illa í veðurhörkunum fyrr í mánuðinum. Hundrað ára gömul tré gáfu sig undan snjónum. Enn finnst dautt fé á Norðausturlandi. Skógræktarbændur í Þingeyjarsýslum segja trén hafa farið illa.

Tveir teknir með töluvert af kannabis í fórum sínum

Tvö fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en skömmu fyrir miðnætti gerði lögreglan húsleit hjá karlmanni í íbúð hans í Breiðholti vegna gruns um að hann seldi þar fíkniefni.

Rekin vegna Ólympíuleikanna?

"Það er auðvitað algjörlega út í hött að ef menn tapa á Ólympíuleikum komi það niður á til dæmis starfsfólki á Rás 1, réttara sagt á hlustendum,“ sagði Mörður Árnason, alþingismaður Samfylkingar, á þingfundi í fyrradag. Vitnaði Mörður til "lausafregna“ um að fjárhagur RÚV væri nú miklu verri en áður hefði komið fram.

Loftorka bauð lægst í verkið

Loftorka átti lægsta tilboð í gerð Álftanesvegar milli Hafnarfjarðarvegar og Bessastaðavegar, en tilboð voru opnuð fyrr í vikunni.

Leiguverð íbúða hefur hækkað hratt

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,3% í ágúst samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Leiguverð hefur hækkað hratt á síðustu mánuðum eða um 6,8% síðustu þrjá mánuði og 10,6% sé litið til síðastliðinna tólf mánaða.

Hættir við kaup á þyrlu

Ríkisstjórnin samþykkti á þriðjudag, að tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, að segja upp samstarfssamningi við Norðmenn um kaup á björgunarþyrlu, en samningurinn var gerður í nóvember 2007. Þess í stað verður boðin út langtímaleiga á tveimur þyrlum til viðbótar við núverandi þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Förum ekki í manngreinarálit

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir alfarið unnið eftir lögum og reglugerðum þegar teknar eru ákvarðanir um það hvort fangar megi ljúka afplánun utan fangelsis, ýmist á áfangaheimilinu Vernd eða undir rafrænu eftirliti. Þar sé aldrei farið í manngreinarálit.

Ætla að tvöfalda stærðina

Sænska húsgagnaverslunin Ikea ætlar sér að verða tæplega tvöfalt stærri fyrir árið 2020. Til stendur að opna 20 til 25 nýjar verslanir á hverju ári fram til ársins 2020. Nú eru um sex til tíu nýjar verslanir opnaðar á hverju ári.

Var Jesús kvæntur?

Svo virðist sem að Jesús hafi átt eiginkonu. Karen King, guðfræðiprófessor við Harvard, kynnti í vikunni aldagamalt papýrusbrot þar sem vísað er til konu frelsarans.

Íslenskir ofurhugar stefna á Everest ræðaranna

„Rúmlega fimm þúsund manns hafa klifið Everest - þetta hefur hins vegar enginn gert." Þetta segir Einar Örn Sigurdórsson, róðrarmaður og einn af fjórum Íslendingum sem nú stefna á að róa frá Noregi til Ameríku og slá um leið heimsmet.

Sjá næstu 50 fréttir