Innlent

Loftorka bauð lægst í verkið

Standist áætlanir, mun nýr Álftanesvegur verða kominn að fullu í gagnið í júlí 2014.
Standist áætlanir, mun nýr Álftanesvegur verða kominn að fullu í gagnið í júlí 2014. Fréttablaðið/Vilhelm
Loftorka átti lægsta tilboð í gerð Álftanesvegar milli Hafnarfjarðarvegar og Bessastaðavegar, en tilboð voru opnuð fyrr í vikunni.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að tilboð Loftorku hafi numið tæpum 660 milljónum króna og verið 76 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 865 milljónir króna. ÍAV átti næstlægsta tilboðið, 746 milljónir. Verkið felur í sér gerð fjögurra kílómetra langs vegar frá Engidal að Fógetatorgi við Bessastaðaveg, mislæg gatnamót og tvö undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Áætluð verklok eru 1. júlí 2014.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×