Innlent

Nubo-frétt eins og þruma úr heiðskíru lofti

Huang Nubo.
Huang Nubo.
„Þetta kemur eiginlega eins og þruma úr heiðskíru lofti," segir Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra, um frétt China Daily sem greinir frá því í dag að samningur Huang Nubo, um leigu á Grímsstöðum á fjöllum, liggi endanlega fyrir og að skrifað verði undir samninginn í næsta mánuði.

Huginn Freyr bendir á að málið sé enn til meðferðar hjá ráðherranefnd sem fer yfir málið. „Og þar eru flókin atriði sem þarf að leysa," segir Huginn sem bætir við að úrlausnarefnin séu umfangsmikil og ekki það langt komin, að von sé á undirskrift varðandi málið í næsta mánuði.

Spurður hvort það geti verið að sveitarfélagið hyggist gera samning við Nubo áður, svarar Huginn því til að slíkt sé ólíklegt.


Tengdar fréttir

China Daily: Skrifað undir samning við Nubo í næsta mánuði

Staðhæft er á vefsíðu kínverska blaðsins China Daily að samningur Huang Nubo um leigu á Grímsstöðum á fjöllum liggi endanlega fyrir og að skrifað verði undir samninginn í næsta mánuði. Þá verði boðað til blaðamannafundar til að kynna samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×