Erlent

Yfir 100 meðlimir Hells Angels og Bandidos handteknir

Yfir 100 meðlimir glæpagengjanna Hells Angels og Bandidos í Danmörku voru handteknir í gærdag þegar danska lögreglan efndi til viðamikillar aðgerðar gegn gengjunum og réðist inn í öll klúbbhús þeirra á Sjálandi.

Það var sérsveitin Task Force Öst sem stóð að aðgerðinni í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra landsins.

Í frétt um málið á TV2 segir að öllum meðlimum gengjanna hafi verið sleppt úr haldi nema sex þeirra en farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim í dag.

Meðal þess sem fannst í klúbbhúsunum fyrir utan töluvert magn af fíkniefnum og sterum voru skammbyssur, hnúajárn, hnífar og axir.

Aðgerðin var gerð í framhaldi fregna um að átök milli þessara gengja færu vaxandi að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×