Innlent

Tveir teknir með töluvert af kannabis í fórum sínum

Tvö fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en skömmu fyrir miðnætti gerði lögreglan húsleit hjá karlmanni í íbúð hans í Breiðholti vegna gruns um að hann seldi þar fíkniefni.

Sá grunur reyndist vera réttur en í íbúðinni fannst töluvert magn af kannabisefnum. Þá fundu lögreglumenn þar hnífa sem enn er óljóst hvað hann ætlaði sér með sem og hugsanlegt þýfi. Maðurinn gistir nú fangageymslur lögreglunnar og verður yfirheyrður í dag.

Þá hafði lögreglan afskipti af öðrum karlmanni í Breiðholti vegna vörslu á fíkniefnum en sá hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Sá kom upp um sig með því að vera reykjandi kannabis þegar lögreglan sá hann. Við leit á manninum og í tösku hans fannst töluvert magn af kannabis.

Ekki er vitað hvort tengsl voru á milli mannanna tveggja en seinna málið var afgreitt með skýrslutöku á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×