Liðsmenn Obama kætast yfir klúðri 20. september 2012 03:00 Mitt Romney ásamt Ann eiginkonu sinni á fundi með fjársterku fólki á þriðjudagskvöldið. nordicphotos/AFP Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.Ummæli Romneys hrista upp í kosningabaráttunni. Liðsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa síðustu daga óspart núið mótframbjóðandanum Mitt Romney upp úr myndbandi sem tekið var með leynd á fjáröflunarfundi hans með bandarískum auðkýfingum í maí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem gerð var á þriðjudag, daginn eftir að ummæli Romneys birtust almenningi, hafa þau kostað hann stuðning nærri þriðjungs óháðra kjósenda, en það er einmitt sá kjósendahópur sem hann segist þurfa að höfða til í kosningabaráttunni næstu vikurnar. Obama brást við ummælum Romneys með því að segja Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb: „Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra landsmanna.“ Félagar Romneys í Repúblikanaflokknum reyna á hinn bóginn eftir megni að draga úr skaðanum, þar á meðal varaforsetaefnið Paul Ryan sem kemur Romney til varnar með því að segja hann „greinilega illa máli farinn“.Móðgar hermenn Það sem Romney sagði í myndbandinu var meðal annars að hann ætti ekkert erindi við 47 prósent kjósenda, sem ætluðust til þess að fá allt upp í hendurnar frá ríkinu en borguðu engan tekjuskatt á móti. Þeir myndu hvort eð er aldrei kjósa neinn annan en Obama. Þess í stað þyrfti hann að einbeita sér að þeim fimm til tíu prósentum kjósenda sem sveifluðust á milli flokka. Bandarískir fjölmiðlar hafa reiknað út að þarna hljóti hann að eiga við þau 47 prósent Bandaríkjamanna sem greiða engan alríkisskatt. Þeir sem sleppa við að greiða skatt til alríkisins eru meðal annars bandarískir hermenn, námsmenn, atvinnulausir, lágtekjufólk og margir eldri borgarar. Margir þeirra greiða samt skatt til ríkjanna, og allir greiða hvort eð er virðisaukaskatt af neyslu sinni. Auk þess er stuðningur við Repúblikanaflokkinn ekkert endilega mikið minni í þessum þjóðfélagshópum en öðrum.Trúir ekki á frið Fyrir utan þetta tókst Romney að vekja rækilega athygli með ummælum sínum um Palestínumenn, innflytjendur, konur og kjósendur ættaða frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann sagðist til dæmis ekki sjá neina von til þess að friður kæmist á milli Palestínumanna og Ísraela í fyrirsjáanlegri framtíð: „Ég sé að Palestínumenn vilja hvort eð er ekki frið, af pólitískum ástæðum, og eru staðráðnir í að eyða og útrýma Ísrael,“ sagði hann. Með þessu ástandi yrðu menn bara að lifa og vona hið besta. Um innflytjendur sagði hann: „Ég vildi gjarnan útvega öllum doktorum heimsins græna kortið og segja: „Komið til Bandaríkjanna, við viljum fá ykkur hingað.“ En þess í stað gerum við fólki sem menntar sig hér eða annars staðar erfitt fyrir að búa sér heimili hér. Nema, auðvitað, þú sért hæfileika- og reynslulaus, þá er þér velkomið að fara yfir landamærin og búa hér til æviloka.“Kappræður í október Bandarískir kjósendur fá brátt tækifæri til að heyra frambjóðendurna ræða saman beint og milliliðalaust. Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Obama og Romneys verða þriðjudaginn 3. október. Vikurnar fram að kosningunum, sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember, mætast þeir þrisvar til viðbótar í sjónvarpskappræðum, og einar kappræður verða sömuleiðis á milli varaforsetaefnanna Joes Bidens og Pauls Ryans.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.Ummæli Romneys hrista upp í kosningabaráttunni. Liðsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa síðustu daga óspart núið mótframbjóðandanum Mitt Romney upp úr myndbandi sem tekið var með leynd á fjáröflunarfundi hans með bandarískum auðkýfingum í maí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem gerð var á þriðjudag, daginn eftir að ummæli Romneys birtust almenningi, hafa þau kostað hann stuðning nærri þriðjungs óháðra kjósenda, en það er einmitt sá kjósendahópur sem hann segist þurfa að höfða til í kosningabaráttunni næstu vikurnar. Obama brást við ummælum Romneys með því að segja Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb: „Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra landsmanna.“ Félagar Romneys í Repúblikanaflokknum reyna á hinn bóginn eftir megni að draga úr skaðanum, þar á meðal varaforsetaefnið Paul Ryan sem kemur Romney til varnar með því að segja hann „greinilega illa máli farinn“.Móðgar hermenn Það sem Romney sagði í myndbandinu var meðal annars að hann ætti ekkert erindi við 47 prósent kjósenda, sem ætluðust til þess að fá allt upp í hendurnar frá ríkinu en borguðu engan tekjuskatt á móti. Þeir myndu hvort eð er aldrei kjósa neinn annan en Obama. Þess í stað þyrfti hann að einbeita sér að þeim fimm til tíu prósentum kjósenda sem sveifluðust á milli flokka. Bandarískir fjölmiðlar hafa reiknað út að þarna hljóti hann að eiga við þau 47 prósent Bandaríkjamanna sem greiða engan alríkisskatt. Þeir sem sleppa við að greiða skatt til alríkisins eru meðal annars bandarískir hermenn, námsmenn, atvinnulausir, lágtekjufólk og margir eldri borgarar. Margir þeirra greiða samt skatt til ríkjanna, og allir greiða hvort eð er virðisaukaskatt af neyslu sinni. Auk þess er stuðningur við Repúblikanaflokkinn ekkert endilega mikið minni í þessum þjóðfélagshópum en öðrum.Trúir ekki á frið Fyrir utan þetta tókst Romney að vekja rækilega athygli með ummælum sínum um Palestínumenn, innflytjendur, konur og kjósendur ættaða frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann sagðist til dæmis ekki sjá neina von til þess að friður kæmist á milli Palestínumanna og Ísraela í fyrirsjáanlegri framtíð: „Ég sé að Palestínumenn vilja hvort eð er ekki frið, af pólitískum ástæðum, og eru staðráðnir í að eyða og útrýma Ísrael,“ sagði hann. Með þessu ástandi yrðu menn bara að lifa og vona hið besta. Um innflytjendur sagði hann: „Ég vildi gjarnan útvega öllum doktorum heimsins græna kortið og segja: „Komið til Bandaríkjanna, við viljum fá ykkur hingað.“ En þess í stað gerum við fólki sem menntar sig hér eða annars staðar erfitt fyrir að búa sér heimili hér. Nema, auðvitað, þú sért hæfileika- og reynslulaus, þá er þér velkomið að fara yfir landamærin og búa hér til æviloka.“Kappræður í október Bandarískir kjósendur fá brátt tækifæri til að heyra frambjóðendurna ræða saman beint og milliliðalaust. Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Obama og Romneys verða þriðjudaginn 3. október. Vikurnar fram að kosningunum, sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember, mætast þeir þrisvar til viðbótar í sjónvarpskappræðum, og einar kappræður verða sömuleiðis á milli varaforsetaefnanna Joes Bidens og Pauls Ryans.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira