Liðsmenn Obama kætast yfir klúðri 20. september 2012 03:00 Mitt Romney ásamt Ann eiginkonu sinni á fundi með fjársterku fólki á þriðjudagskvöldið. nordicphotos/AFP Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.Ummæli Romneys hrista upp í kosningabaráttunni. Liðsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa síðustu daga óspart núið mótframbjóðandanum Mitt Romney upp úr myndbandi sem tekið var með leynd á fjáröflunarfundi hans með bandarískum auðkýfingum í maí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem gerð var á þriðjudag, daginn eftir að ummæli Romneys birtust almenningi, hafa þau kostað hann stuðning nærri þriðjungs óháðra kjósenda, en það er einmitt sá kjósendahópur sem hann segist þurfa að höfða til í kosningabaráttunni næstu vikurnar. Obama brást við ummælum Romneys með því að segja Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb: „Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra landsmanna.“ Félagar Romneys í Repúblikanaflokknum reyna á hinn bóginn eftir megni að draga úr skaðanum, þar á meðal varaforsetaefnið Paul Ryan sem kemur Romney til varnar með því að segja hann „greinilega illa máli farinn“.Móðgar hermenn Það sem Romney sagði í myndbandinu var meðal annars að hann ætti ekkert erindi við 47 prósent kjósenda, sem ætluðust til þess að fá allt upp í hendurnar frá ríkinu en borguðu engan tekjuskatt á móti. Þeir myndu hvort eð er aldrei kjósa neinn annan en Obama. Þess í stað þyrfti hann að einbeita sér að þeim fimm til tíu prósentum kjósenda sem sveifluðust á milli flokka. Bandarískir fjölmiðlar hafa reiknað út að þarna hljóti hann að eiga við þau 47 prósent Bandaríkjamanna sem greiða engan alríkisskatt. Þeir sem sleppa við að greiða skatt til alríkisins eru meðal annars bandarískir hermenn, námsmenn, atvinnulausir, lágtekjufólk og margir eldri borgarar. Margir þeirra greiða samt skatt til ríkjanna, og allir greiða hvort eð er virðisaukaskatt af neyslu sinni. Auk þess er stuðningur við Repúblikanaflokkinn ekkert endilega mikið minni í þessum þjóðfélagshópum en öðrum.Trúir ekki á frið Fyrir utan þetta tókst Romney að vekja rækilega athygli með ummælum sínum um Palestínumenn, innflytjendur, konur og kjósendur ættaða frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann sagðist til dæmis ekki sjá neina von til þess að friður kæmist á milli Palestínumanna og Ísraela í fyrirsjáanlegri framtíð: „Ég sé að Palestínumenn vilja hvort eð er ekki frið, af pólitískum ástæðum, og eru staðráðnir í að eyða og útrýma Ísrael,“ sagði hann. Með þessu ástandi yrðu menn bara að lifa og vona hið besta. Um innflytjendur sagði hann: „Ég vildi gjarnan útvega öllum doktorum heimsins græna kortið og segja: „Komið til Bandaríkjanna, við viljum fá ykkur hingað.“ En þess í stað gerum við fólki sem menntar sig hér eða annars staðar erfitt fyrir að búa sér heimili hér. Nema, auðvitað, þú sért hæfileika- og reynslulaus, þá er þér velkomið að fara yfir landamærin og búa hér til æviloka.“Kappræður í október Bandarískir kjósendur fá brátt tækifæri til að heyra frambjóðendurna ræða saman beint og milliliðalaust. Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Obama og Romneys verða þriðjudaginn 3. október. Vikurnar fram að kosningunum, sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember, mætast þeir þrisvar til viðbótar í sjónvarpskappræðum, og einar kappræður verða sömuleiðis á milli varaforsetaefnanna Joes Bidens og Pauls Ryans.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.Ummæli Romneys hrista upp í kosningabaráttunni. Liðsmenn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa síðustu daga óspart núið mótframbjóðandanum Mitt Romney upp úr myndbandi sem tekið var með leynd á fjáröflunarfundi hans með bandarískum auðkýfingum í maí. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem gerð var á þriðjudag, daginn eftir að ummæli Romneys birtust almenningi, hafa þau kostað hann stuðning nærri þriðjungs óháðra kjósenda, en það er einmitt sá kjósendahópur sem hann segist þurfa að höfða til í kosningabaráttunni næstu vikurnar. Obama brást við ummælum Romneys með því að segja Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb: „Eitt af því sem ég hef lært í embættinu er að maður er fulltrúi allra landsmanna.“ Félagar Romneys í Repúblikanaflokknum reyna á hinn bóginn eftir megni að draga úr skaðanum, þar á meðal varaforsetaefnið Paul Ryan sem kemur Romney til varnar með því að segja hann „greinilega illa máli farinn“.Móðgar hermenn Það sem Romney sagði í myndbandinu var meðal annars að hann ætti ekkert erindi við 47 prósent kjósenda, sem ætluðust til þess að fá allt upp í hendurnar frá ríkinu en borguðu engan tekjuskatt á móti. Þeir myndu hvort eð er aldrei kjósa neinn annan en Obama. Þess í stað þyrfti hann að einbeita sér að þeim fimm til tíu prósentum kjósenda sem sveifluðust á milli flokka. Bandarískir fjölmiðlar hafa reiknað út að þarna hljóti hann að eiga við þau 47 prósent Bandaríkjamanna sem greiða engan alríkisskatt. Þeir sem sleppa við að greiða skatt til alríkisins eru meðal annars bandarískir hermenn, námsmenn, atvinnulausir, lágtekjufólk og margir eldri borgarar. Margir þeirra greiða samt skatt til ríkjanna, og allir greiða hvort eð er virðisaukaskatt af neyslu sinni. Auk þess er stuðningur við Repúblikanaflokkinn ekkert endilega mikið minni í þessum þjóðfélagshópum en öðrum.Trúir ekki á frið Fyrir utan þetta tókst Romney að vekja rækilega athygli með ummælum sínum um Palestínumenn, innflytjendur, konur og kjósendur ættaða frá Mið- og Suður-Ameríku. Hann sagðist til dæmis ekki sjá neina von til þess að friður kæmist á milli Palestínumanna og Ísraela í fyrirsjáanlegri framtíð: „Ég sé að Palestínumenn vilja hvort eð er ekki frið, af pólitískum ástæðum, og eru staðráðnir í að eyða og útrýma Ísrael,“ sagði hann. Með þessu ástandi yrðu menn bara að lifa og vona hið besta. Um innflytjendur sagði hann: „Ég vildi gjarnan útvega öllum doktorum heimsins græna kortið og segja: „Komið til Bandaríkjanna, við viljum fá ykkur hingað.“ En þess í stað gerum við fólki sem menntar sig hér eða annars staðar erfitt fyrir að búa sér heimili hér. Nema, auðvitað, þú sért hæfileika- og reynslulaus, þá er þér velkomið að fara yfir landamærin og búa hér til æviloka.“Kappræður í október Bandarískir kjósendur fá brátt tækifæri til að heyra frambjóðendurna ræða saman beint og milliliðalaust. Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Obama og Romneys verða þriðjudaginn 3. október. Vikurnar fram að kosningunum, sem haldnar verða þriðjudaginn 6. nóvember, mætast þeir þrisvar til viðbótar í sjónvarpskappræðum, og einar kappræður verða sömuleiðis á milli varaforsetaefnanna Joes Bidens og Pauls Ryans.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna