Innlent

Bæjarráð eingöngu skipað konum

Bæjarráð Ölfuss kom saman á venjubundnum fundartíma í morgun en það var í fyrsta skipti sem bæjarráðið er eingöngu skipað konum samkvæmt fréttavefnum Sunnlenska.is.

Fundinn í morgun sátu þær Dagbjört Hannesdóttir fulltrúi D-lista, Sigríður Lára Ásbergsdóttir formaður bæjarráðs, fulltrúi A-lista, Anna Björg Níelsdóttir varaformaður bæjarráðs, fulltrúi B-lista og Sigurlaug Berglind Gröndal áheyrnafulltrúi Ö-lista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×