Fleiri fréttir

Börnin hætt að þrífa sig og borða

Á hverju ári koma börn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans sem þjást af tölvufíkn. Félagsráðgjafi segir sum þeirra hætta að þrífa sig og borða.

Störfum fækkar á ný - verri staða atvinnumála

Samtök atvinnulífsins segja ástand atvinnumála mun alvarlegra en talið var. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkaði heildarvinnustundum á Íslandi um fimm prósent milli ára. Teikn hafa verið á lofti fyrri hluta ársins um að störfum í landinu færi fjölgandi. Nýjasta vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir ágústmánuð sýnir hins vegar þróun til verri vegar.

Tölvufíkill loks laus við tölvuna

Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða.

Þingmenn vilja styðja við íslenska tónlist

Fimmtán þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um myndun starfshóps sem á að útfæra stuðning við íslenskt tónlistarlíf. Starfshópurinn á m.a. að skoða hvernig efla megi sköpun, tónleikahald, þróunarstarf og útflutning á íslenskri tónlist. Hópurinn á að skila niðurstöðum í vor á næsta ári.

Ben Stiller auglýsir Vatnajökul

Tökur á stórmynd Ben Stiller, The secret life of Walter Mitty, standa enn yfir og munu standa fram í næstu viku. Tökuliðið var við tökur við Vatnajökul fyrr í vikunni. Þar var myndin hér til hliðar tekin sem svo rataði inn á Twitter síðu Ben Stiller og vakti þar talsverða athygli.

Hætta við að hækka laun forstjóra Landspítalans

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, hafa náð samkomulagi um að falla frá launahækkun Björns. Ráðgert var að hún kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Fyrirhuguð hækkun nam um 400 þúsund krónum.

Leikstjóri Game of Thrones endurgerir Mýrina

Leikstjóri Game of Thrones, Brian Kirk, mun leikstýra endurgerð á Mýrinni, sem Baltasar Kormákur gerði. Frá þessu er greint á vef Los Angeles Times. Eins og kunnugt er byggir myndin Mýrin á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, en um er að ræða eina af hans allra vinsælustu bókum.

Íslendingar áhugalausir um stjórnarskrána

Áhugaleysi virðist ríkja um stjórnarskrána, þrátt fyrir að einungis mánuður sé þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram.

Er ESB-umsóknin dauð?

Heimssýn - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum heldur opinn hádegisfund undir yfirskriftinni "Er ESB-umsóknin dauð?".

Hjálparstofnun Bandaríkjanna lokar í Rússlandi

Hjálpar- og þróunarstofnun Bandaríkjanna, USAID, mun ekki starfa framvegis í Rússlandi eftir að yfirvöld landsins fóru fram á að hún hætti starfsemi sinni. Þetta var tilkynnt í dag og kemur fram

Ætlar að endurgreiða styrkina

"Ég er óskaplega þakklátur og finn fyrir miklum létti. Ég fékk stefnuna á afmælisdaginn minn 23. mars árið 2011 og síðan þá hefur þetta hangið yfir mér eins og þrumuský. En það er nú að stórum hluta farið í burtu," segir bloggarinn Teitur Atlason, sem var í dag sýknaður af meiðyrðakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans.

Björgunaraðgerðir fyrir norðan á byrjunarstigi

Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir alla hafa lagst á eitt við að bjarga því sem bjargað verður eftir óveðrið sem reið yfir Norðausturland í síðustu viku. Hún segir aðgerðir þó enn í fullum gangi.

Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun

Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri.

Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir

Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi.

Engilbert ósáttur við forsvarsmenn myndarinnar Svartur á leik

Engilbert Jensen, söngvari í hljómsveitinni Hljómum, stendur í málaferlum við framleiðendur íslensku kvikmyndarinnar Svartur á leik, sem frumsýnd var í vor. Ástæðan er lagið Þú og ég, með Hljómum, sem var endurhljóðblandað fyrir myndina. Þetta kemur fram í DV í dag.

Gunnlaugur og frú íhuga að áfrýja til Hæstaréttar

Hjónin Gunnlaugur M. Sigmundsson og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir telja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þeirra gegn Teiti Atlasyni sé rangur í veigamiklum atriðum. Eins og kunnugt er var Teitur sýknaður af bótakröfum vegna ummæla sem Teitur viðhafði á bloggi sínu. Kröfum um ógildingu ummæla var vísað frá.

Ásmundur krefur Steingrím upplýsinga um ferðaþjónustuna

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í morgun eftir sérstakri umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar. Hann óskar eftir því að Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra verði til svara. Ásmundur Einar vill meðal annars vita hversu miklar gjaldeyristekjur ferðaþjónustan skapar, hversu margir hafa beina atvinnu af ferðaþjónustu og hversu mörg afleidd störf hún skapar. Þá vill hann jafnframt vita hversu háir skattar eru af gistingu á Norðurlöndunum. Eins og fram hefur komið gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir því að á næsta ári hækki skattar á gistingu úr 7% í 25,5%

Græðgin varð hrafninum að falli

Segja má að hrafninn á þessari mynd hafi orðið óbeint fórnarlamb fárviðrisins sem geisaði á Norðurlandi í síðustu viku. Það var leitarmaðurinn Jóhann Sveinsson sem gekk fram á þessa sjón á Holtavörðuheiði og smellti af henni mynd sem birtist á fréttavef Skessuhorns í dag.

Útför Sigrid fór fram í morgun

Útför hinnar sextán ára gömlu Sigrid Giskegjerde Schjetne var gerð frá Oppsal kirkju í Osló í dag. Það var Sturla J. Stålsett sem sá um athöfnina. Þegar norska blaðið Aftenposten talaði við Stålsett sagðist hann búast við því að útförin yrði falleg með ljúfri tónlist og allir myndu minnast þess hvaða þýðingu Sigríd hefði haft fyrir líf fjölskyldu sinnar og vina.

Framhald Hungurleikanna er vinsælast

Þriðja bókin í þríleiknum um Hungurleikana er mest selda bók síðustu viku í Eymundsson. Hún skýtur sér þar með upp fyrir erótísku skáldsöguna Fimmtíu gráa skugga sem hafnar í þriðja sæti listans.

Vilja þýða Rannsóknarskýrsluna á ensku

Þingflokkur Hreyfingarinnar auk Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, leggja til að Rannsóknarskýrsla Alþingis verði þýdd á ensku í heild sinni. Þingmennirnir lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis í gær.

Fræðslusýning um kjarnorkusprengjurnar í HÍ

Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki opnaði í dag á Háskólatorgi. Sýningin fjallar um geigvænleg áhrif kjarnorkusprenginganna á íbúa og mannvirki.

Skjálftahrina fyrir norðan

Jarðskjálftahrina varð við sunnanverðan Eyjafjarðarál snemma í morgun. Stærsti skjálftinn varð um þrjár mínítur í átta en hann var 4,3 að stærð. Einn skjálfti varð fimm mínútur í átta, en hann var 3,0 að stærð og þriðji var klukkan 8:28, en hann var 4 að stærð. Þessi skjálftar eru hluti af stærri hrinu sem hefur staðið yfir frá því um helgina, en ekki er talið að um sé að ræða fyrirboða um frekari jarðhræringar. Stærstu skjálftarnir í morgun fundust greinilega á Siglufirði og Ólafsfirði. Nokkrir eftirskjálftar, sem allir eru minni en 3, hafa fundist í morgun.

Vilja greiða strætókortin í áföngum

Hópur nemenda í Háskóla Íslands skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að aðstoða stúdenta við kaup á nemendakorti í strætó fyrir veturinn. Hópnum finnst verðið á kortunum helst til of hátt og leggur til að stúdentum verði gert kleift að skipta gjaldinu niður og greiða kortið í fjórum greiðslum.

Hanar bannaðir á Selfossi

Bæjarráð Árborgar hefur gefið húsráðendum í Hafnartúni á Selfossi leyfir fyrir að halda sex landnámshænur í garðinum til eins árs. Ekki er gefið leyfi til að hafa hana. Bæjarráð fer fram á það að hænunum sé haldið innan girðingar.

Þungavigtarmenn meðal Repúblikana æfir út í Romney

Þungavigtarmenn í Repúblikanaflokknum eru æfir af reiði út í Mitt Romney. Reiðin er vegna þess að þessum forsetaframbjóðenda þeirra tókst í einni og sömu ræðunni að móðga nær helming bandarísku þjóðarinnar, flest fólk af latneskum uppruna í Bandaríkjunum og Palestínumenn.

Fíkniefnasalinn Brjálaði Barrera handtekinn í Venesúela

Einn alræmdasti fíkniefnasali Kólombíu hefur verið handtekinn í Venesúela. Um er að ræða Daniel Barrera eða Brjálaða Berrera eins og hann er kallaður en hann hafði lengi verið efstur á lista lögreglunnar í Kólombíu yfir eftirlýsta glæpamenn.

Banna myndir af hertogaynju

Dómstóll í Frakklandi hefur bannað útgáfunni Mondadori Magazines, sem gefur meðal annars út blaðið Closer, að birta fleiri myndir af Kate hertogaynju af Cambridge berbrjósta.

Óttast að tollstjóri hafi mismunað fyrirtækjum sem skulda skatta

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður segist hafa áhyggjur af því að jafnræðis hafi ekki verið gætt í meðferð tollstjóra á fyrirtækjum sem skulda skatta. Tollstjóri kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í morgun. Guðlaugur vill að Ríkisendurskoðun skoði málið.

Sveppaeitur í barnagraut

Yggdrasill hefur innkallað þriggja korna lífrænan barnagraut þar sem í honum mældist aukið magn OTA (mycotoxin), sem er myglusveppaeitur.

Skýrsla Seðlabanka krefst mikillar yfirlegu

Efnahagsmál Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins fagna nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Framkvæmdastjóri SA segir að treysta þurfi krónuna og forseti ASÍ segir ljóst að upptaka evru sé besti kosturinn í stöðunni. Þá telja þeir báðir mikilvægt að skýrslan verði rædd.

Skynjarar og eftirlit besta vörnin gegn gasóhöppum

Gassprengingin sem varð í íbúð við Ofanleiti hefur vakið almenning til umhugsunar um slysavarnir. Farsælast er talið að setja upp skynjara, vanda til verka við uppsetningu búnaðar og stunda reglulegt eftirlit.

Varaforseti Kína sést aftur opinberlega

Xi Jinping varaforseti Kína hitti Leon Panetta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gærdag en það var í fyrsta sinn í tvær vikur sem að Jinping sést opinberlega í Kína.

Obama gagnrýnir Romney fyrir ummælin um bótaþega

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt Mitt Romney fyrir þau ummæli að nær helmingur bandarísku þjóðarinnar séu bótaþegar á framfæri hins opinbera sem greiði ekki tekjuskatta.

Mikið þýfi, riffill og dínamít hjá Outlaws

Ungur maður tengdur vélhjólasamtökunum Outlaws úrskurðaður í varðhald í kjölfar húsleita í Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Þar fannst mikið af raftækjum sem talin eru stolin, riffill og dínamíttúba. Nýr leiðtogi Outlaws ekki handtekinn.

Krefjast yfir fjórðungs launahækkunar

Nokkur hundruð hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman í gærmorgun við skrifstofu Landspítalans á Egilsgötu til að hvetja samninganefnd félagsins sem þá átti fund með fulltrúum sjúkrahússins vegna svokallaðs stofnanasamnings sem gera á í kjölfar miðlægs kjarasamnings allra heilbrigðisstofnana á landinu.

Fimm milljóna tjón af kjúklingaúrgangi

Leigutaki Ytri-Rangár vill að Rangárþing ytra borgi fimm milljóna króna bætur vegna tjóns sem varð er kjúklingaúrgangur og klósettpappír lak frá sláturhúsi á Hellu í fyrra. Ekki okkar ábyrgð þótt við eigum fráveituna segir sveitarstjórinn.

Sjá næstu 50 fréttir