Erlent

Ætla að tvöfalda stærðina

Nú eru tæplega 300 Ikea-verslanir í heiminum. Þessi er í Bandaríkjunum.
Nú eru tæplega 300 Ikea-verslanir í heiminum. Þessi er í Bandaríkjunum. fréttablaðið/ap
Sænska húsgagnaverslunin Ikea ætlar sér að verða tæplega tvöfalt stærri fyrir árið 2020. Til stendur að opna 20 til 25 nýjar verslanir á hverju ári fram til ársins 2020. Nú eru um sex til tíu nýjar verslanir opnaðar á hverju ári.

Þetta kemur fram í sænska blaðinu Dagens Industri. Framkvæmdastjóri Ikea, Mikael Ohlsson, segir við blaðið að Ikea hafi vaxið hraðar en gert hafi verið ráð fyrir og þar á bæ sjái menn enn meiri möguleika, bæði í þeim löndum þar sem verslanir eru fyrir og í nýjum löndum.

297 Ikea-verslanir eru í heiminum. Þær eru staðsettar í 26 löndum og 655 milljónir manna versla þar árlega. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×