Innlent

Síbrotamaður í 18 mánaða fangelsi

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag 18 mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni á sextugsaldri sem var dæmdur fyrir líkamsárás, fjársvik, nytjastuld og brot á vopnalögum.

Maðurinn veittist að öðrum manni í íbúð í Reykjavík árið 2011 með ítrekuðum höggum í höfuð og búk, sparkaði í andlit hans og hrinti honum svo að hann féll niður stiga.

Þá bar hann vasahníf með sex cm löngu blaði á veitingastað við Reykjavík í mars sama ár.

Maðurinn á langan sakaferil sem nær aftur til ársins 1975. Hann hefur hlotið 44 refsidóma. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Kaupmannahöfn árið 2007 fyrir tilraun til ráns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×