Erlent

Breska konungsfjölskyldan íhugar málsókn gegn Se og Hör

Breska konungsfjölskyldan er að íhuga málsókn gegn danska slúðurblaðinu Se og Hör.

Blaðið birtir í dag 16 síðna aukablað með nektarmyndunum af Kate Middleton hertogaynjunni af Cambrigde.

Talsmaður konungsfjölskyldunnar staðfesti við Ritzau fréttastofuna að málsókn gegn Se og Hör sé í bígerð. Kim Henningsen ritstjóri Se og Hör segir í samtali við Jyllands Posten að lögbann á útgáfu blaðsins í dag sé ómöguleg þar sem blaðið er þegar farið í dreifingu á um 6.000 sölustöði um alla Danmörku.

Þá hefur Se & Hör í Svíþjóð einnig ákveðið að birta nektarmyndirnar af Kate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×