Innlent

Töluvert um innbrot í borginni

Töluvert var um innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt en lögreglan var meðal annars kölluð að tveimur heimilum í Kópavogi.

Á öðrum staðnum höfðu óprúttnir menn látið greipar sópa og stolið meðal annars fartölvu og Ipod. Á hinum staðnum höfðu þjóðfarnir stolið fartölvu og gjaldeyri. Hvort um sömu menn sé að ræða, er ekki vitað.

Þá stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tvo ökumenn í austurhluta borgarinnar en þeir áttu það sameiginlegt að hafa hvorugur ökuréttindi. Annar hafði reyndar aldrei fengið þau en hinn hafði misst réttindin vegna umferðarlagabrota. Báðir mega búast við himinhárri sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×