Innlent

Hættir við kaup á þyrlu

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Ríkisstjórnin samþykkti á þriðjudag, að tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, að segja upp samstarfssamningi við Norðmenn um kaup á björgunarþyrlu, en samningurinn var gerður í nóvember 2007. Þess í stað verður boðin út langtímaleiga á tveimur þyrlum til viðbótar við núverandi þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Í sameiginlegri yfirlýsingu Ögmundar og dómsmálaráðherra Noregs, Grete Faremo, segir að ástæðan sé mikið aðhald í ríkisútgjöldum á Íslandi. „Kaup á nýjum björgunarþyrlum krefjast mikilla fjárfestinga sem ekki er hægt að ábyrgjast á næstu árum.“- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×