Innlent

Á þriðja hundrað manns hafa greitt atkvæði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls eru nú 267 manns búnir að greiða atkvæði utankjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fer 20 október næstkomandi. Þar af hafa 165 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst við embætti sýslumannsins í Reykjavík þann 25. ágúst síðastliðinn.

Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum af því að áhugi fræðimanna og almennings á atkvæðagreiðslunni væri ekki nægilega mikill. „Ég hef ekki séð að kennarar í stjórnskipunarrétti við háskóla landsins, þá fyrst og fremst Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, hafi tjáð sig að neinu marki um þessar tillögur eða aðstoðað almenning við að taka afstöðu til þeirra," segir Skúli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×