Innlent

Sigmundur Ernir vill sitja áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Ernir er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Sigmundur Ernir er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Allir þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sækjast eftir endurkjöri, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum Vikudagur. Þau Kristján Möller, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Mikaelsdóttir hafa setið á þingi fyrir flokkinn þetta kjörtímabil. Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður haldinn á Húsavík á laugardaginn. Þar verður væntanlega ákveðið hvernig staðið verður að vali á framboðlista flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×