Innlent

Rukkað í Selfosskirkju - óánægja hjá foreldrum

Magnús Hlynur skrifar
Nú verður í fyrsta sinn rukkað fyrir þátttöku í barna- og unglingakór kirkjunnar. Mynd af dfs.is.
Nú verður í fyrsta sinn rukkað fyrir þátttöku í barna- og unglingakór kirkjunnar. Mynd af dfs.is. Mynd/MHH
Nokkur óánægja ríkir á meðal foreldra barna sem eru í barna og unglingakór Selfosskirkju því nú á í fyrsta skipti að rukka þáttökugjald fyrir veturinn.

Barnakórsgjaldið verður 6.000 krónur og unglingakórsgjaldið 12.000 krónur fyrir hvora önn. Afsláttur vegna þátttöku systkina verður þannig að 1. barn borgar 100% , 2. barn 75% og 3. barn 50%.

„Sóknarnefnd og prestur eru fús til að hitta foreldra og útskýra þessi mál enn frekar, sé þess óskað, og þá m.a. með hliðsjón af ársreikningi og heildartekjum kirkjunnar. Allt eru þetta opinber gögn og í erfiðum niðurskurði höfum við reynt að fylgja þeirri stefnu sem þjóðkirkjan í heild hefur markað", segir m.a. í bréfi frá kirkjunni, sem foreldrar hafa fengið eða munu fá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×