Innlent

Engin lúxussigling yfir Norður-Atlantshafið

Hugrún Halldórsdóttir. skrifar
Íslendingarnir fjórir sem áætla að róa um fimm þúsund kílómetra leið yfir Norður-Atlantshafið án fylgdar og slá um leið heimsmet búast ekki við neinni lúxusferð. Þeir eru þó jákvæðir enda alvanir róðrarmenn og sjá fram á að komast eins nálægt himnaríki og hægt er.

Engum hefur tekist að róa frá meginlandi Evrópu til Íslands með handafli einu, en þessir fjórir kappar ætla að bæta úr því með 1540 kílómetra ferð sem farin verður í maí á næsta ári, frá Noregi til Íslands með viðkomu í Skotlandi og Færeyjum.

„Við verðum að vera í toppformi, vel samstilltir," segir Eyþór Eðvarðsson, róðramaður. „Verðum að vera klárir í þetta. tveggja tíma vaktir. Ígildi þiggja til fjögurra maraþonhlaupa á sólarhring."

Strákarnir ætla ekki að láta eitt heimsmet duga því eftir þessa ferð og vetursetu á Íslandi verður róið til Grænlands og Kanada, og er sú leið 3420 kílómetrar. Úthafsróðrarbátur þeirra, sem er 11 metra langur, er hlaðinn öryggisbúnaði og tækjum til leiðsögu en hratt fer hann þó ekki.

Þetta er 5 kílómetra hraði á klukkustund sem báturinn fer yfir að meðaltali. Þetta er sambærilegt við að ganga yfir Atlantshafið. Þú getur borðið það saman við það," segir Einar Örn Sigurdórsson, róðramaður.

Ekki er vitað hversu lengi hópurinn verður á leiðinni en það er eins gott að standa sig því okkar mönnum verður fylgt eftir af Saga Film sem er að hefja fjármögnun á heimildarmynd um róðurinn.

„Maður kemst ekki nær himnaríki en að vera úti á hafi," segja félagarnir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×