Innlent

Fjórir Íslendingar reyna að komast í heimsmetabók Gunniess

Hægt verður að fylgjast með siglingunni á Facebook.
Hægt verður að fylgjast með siglingunni á Facebook.
Fjórir Íslendingar ætla sér að komast í heimsmetabók Guinness með því að róa á árabáti án fylgdar frá Noregi til Norður Ameríku.

Farið verður af stað 17. maí á næsta ári. Róið verður á milli landa samkvæmt reglum Ocean Rowing Society og munu fulltrúar frá Heimsmetabók Guinness fylgjast grannt með þannig að róðurinn verður óstuddur og án fylgdarbáta.

Fyrst er róið til Skotlands, þaðan til Færeyja, þá til Íslands. Eftir það er leiðinni heitið til Grænlands og Nýfundnalands og þaðan til Norður Ameríku. Hvenær mennirnir fjórir áætla að klára verkefnið er ekki enn vitað.

Búið er að stofna Facebook síðu um þessa siglingu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×