Erlent

Wen Jiabao á sínum síðasta alþjóðlega toppfundi

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína mun taka þátt í toppfundi Evrópusambandsins og Kína sem hefst í dag. Þetta verður síðasti alþjóðlegi fundurinn sem Jiabao situr en hann mun láta af störfum sem forsætisráðherra síðar í ár þegar boðuð valdaskipti í kínverska kommúnistaflokknum fara fram.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að Jiabao hafi leikið lykilhlutverk í auknum samskiptum og samvinnu Evrópusambandsins og Kína á undanförnum árum. Á þeim níu árum sem Jiabao hefur verið forsætisráðherra hafa viðskiptin milli þeirra fjórfaldast.

Á fundinum í dag verður m.a. rætt um að Kína fjárfesti fyrir um 2.300 milljarða evra af gjaldeyrisforða sínum í björgunarsjóðum evrusvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×