Fleiri fréttir

Obama með öruggt forskot á Romney í Ohio

Ný skoðanakönnun sem unnin var af Washington Post sýnir að Barack Obama Bandaríkjaforseti er með öruggt forskot á Mitt Romney í Ohio og nokkurt forskot í Flórída.

Hættu á Facebook vegna skilaboða á veggjum

Miklar umræður spunnust á samfélagsmiðlinum Facebook í gær um að einkaskilaboð úr pósthólfum notenda væru að birtast á veggjum vina þeirra. Fjölmargir Íslendingar ákváðu í kjölfarið að loka reikningum sínum.

Einnig talinn hafa framleitt MDMA

Tæplega fimmtugur maður, sem var handtekinn fyrir tveimur vikum grunaður um fíkniefnaframleiðslu í bílskúrnum sínum, er nú laus úr gæsluvarðhaldi.

Mikil óánægja starfsfólks með tafir á skýrsluskilum

Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda.

Bestu kosningalög á Norðurlöndum

„Þetta eru bestu kosningalögin á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um fyrirhugaða lagabreytingu á kosningalögum. Breytingin gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar.

Tvær öflugar sprengingar í miðborg Damaskus

Tvær mjög öflugar sprengingar heyrðust í miðborg Damaskus í morgun þar sem nokkrar stjórnarráðsbyggingar eru til staðar sem og höfuðstöðvar sýrlenska hersins.

Allsherjarverkfall boðað í Grikklandi í dag

Athafnalíf í Grikklandi mun fara meir og minna úr skorðum í dag þar sem tvö af stærstu verkalýðssamtökum landsins hafa boðað við allsherkarverkfall í 24 tíma.

Brynjar dregur til baka umsókn um stöðu hæstaréttardómara

Innanríkisráðuneytið hefur kynnt niðurstöðu dómnefndar um umsækjendur um tvö embætti hæstaréttardómara sem auglýst voru 5. júlí síðastliðinn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og einn umsækjenda um stöðuna, hefur dregið umsókn sína um embættið til baka.

Danir segjast vísa aðgerðum fyrir dóm

„Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um.

Börnin á Barðaströnd í kennslu frá Bíldudal

„Þetta hefur gengið ljómandi vel. Nemendurnir eru duglegir og sitja og læra og rétta upp bækurnar til kennarans,“ segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða upp á fjarkennslu fyrir börn vegna fjarlægðar og fámennis. Fjarkennslan hófst nú í haust.

Nýjar hótelíbúðir í hundrað ára húsi

Húsi Félags bókagerðarmanna við Hverfisgötu 21 verður breytt í íbúðahótel af félaginu RR Hótel sem keypt hefur húsið. Félagið rekur íbúðahótel við Hverfisgötu 45 undir nafninu Reykjavík Residence Hótel.

Ógnarhernaður gegn almenningi

Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur.

Kínverjar styrkja herafla sinn

Kínverska flugmóðurskipið Liaoning hefur verið tekið formlega í notkun, fjórtán árum eftir að það var dregið frá Rússlandi til Kína.

Börn eru fangelsuð, pyntuð og myrt

Sýrland Sýrlensk börn upplifa fjöldamorð, pyntingar og önnur voðaverk, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Barnaheill – Save the Children.

Vilja píkusafn frekar en villidýrasafn

Íbúahreyfing Mosfellsbæjar hélt aðalfund sinn í kvöld en þar var samþykkt ályktun um að Íbúahreyfingin beiti sér fyrir opnun Píkusafns – Vulva Museum – í Mosfellsbæ.

Fríblað að ganga "landsblaði“ Ísraela af dauðu

Ísraelska dagblaðið Maariv daily er á síðasta snúningi ef marka má frétt fréttaveitu AP en þar kemur fram að hið 64 ára gamla dagblað, sem er þekkt í Ísrael sem "landsblaðið", hafi verið selt til keppinautar og nú blasir við að um tvö þúsund starfsmönnum blaðsins verið sagt upp.

Skutu gúmmikúlum á mótmælendur í Madrid

Minnsta kosti tuttugu hafa verið handteknir í mótmælum við alþingishúsið í Madríd á Spáni í kvöld auk þess sem lögreglan hefur skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Upp úr sauð þegar mótmælendur eiga að hafa reynt að rífa niður grindverk sem skilur mótmælendur að frá þinghúsinu.

Fjársvelt lögregla: "Þetta er ekki sniðugt“

"Við höfum áhyggjur af þessu ástandi, það mætti vera sýnilegri lögggæsla en ástandið hefur farið versnandi, sérstaklega síðustu ár,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitastjóri Hrunamannahrepps á Flúðum, en þar finna íbúar vel fyrir skorti á löggæslu á svæðinu eins og annarsstaðar í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, en óhætt er að segja að embættið sé fjársvelt miðað við umfang og stærð umdæmisins. Reykjavík síðdegis ræddi við Jón fyrr í dag.

Engin einkaskilaboð birtust á Facebook

Óhætt er að segja að Facebook-samfélagið hafi nánast farið á hliðina í dag þegar fréttir bárust af því að gömul einkaskilaboð væru að birtast á veggjum notenda fyrir allra augum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þetta fjarri sannleikanum.

Kerfisgalli varð til þess að ríkið tvígreiddi reikninga

Komið hefur fyrir að ríkið hefur tvígreitt reikninga í ríkiskerfinu Orra sem Kastljós hefur fjallað um. Í kvöld hélt Kastljós áfram umfjöllun sinni en þar kom fram að vegna galla í kerfinu hafi einkafyrirtæki fengið tvívegis greitt frá ríkinu fyrir vinnu sem unnið var fyrir hið opinbera. Ríkið krafðist ekki endurgreiðslu.

Tilkynnt um eld í Sundhöll Reykjavíkur

Tilkynnt var um eld í Sundhöll Reykjavíkur klukkan fimm í dag og slökkvilið sent á staðinn ásamt lögreglu. Í ljós kom að þar voru iðnaðarmenn við háþrýstiþvott með tilheyrandi vatnsúða sem tilkynnanda sýndist vera reykur.

Árni Páll vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að gefa aftur kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni í dag. Á síðunni segir Árni Páll að Samfylkingin sé stærsti flokkur landsins og eigi að hafa sjálfstraust til að vera kjölfesta stjórnmálanna á óvissutímum og halda fram í senn félagslegu réttlæti og frjálslyndi. "Við unnum sigur í kjördæminu í síðustu kosningum undir þessum merkjum og ég hlakka til næstu kosninga, því ég er sannfærður um að þessi sjónarmið eigi enn mest fylgi meðal þjóðarinnar.“

QR kóði á skafmiðum

Nú geta þeir sem kaupa Happaþrennur skannað svokallaðan QR kóða og staðfest sjálfir hvort það sé vinningur á skafmiðanum. Ef kóðinn er skannaður með snjallsíma eða spjaldtölvu kemur upp gluggi sem segir til um hvort það er vinningur á skafmiðanum og þá hversu hár hann er.

Óeðlilegt að blanda saman makríldeilunni og aðildarviðræðunum

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir takmörk fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem ríki Evrópusambandsins geta beitt Íslendinga. EES samningurinn og aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni tryggi það. Hann segir ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins í dag um að heimila viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum ekki koma á óvart miðað við það sem á undan var gengið.

Munu mótmæla lögbanni - ekkert saknæmt í gangi hjá Kastljósi

"Við munum að sjálfsögðu mótmæla því harðlega ef að menn ætla að reyna að setja lögbann á það að fjölmiðlar geti rækt sína skyldu, að upplýsa almenning um eitthvað sem vel má færa rök fyrir því að sé alvarlegt klúður í stjórnsýslunni hérna," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.

Tvær milljónir ferðamanna fyrir lok áratugar

"Innan tíðar, á þessum áratug, má vænta þess að tvær milljónir ferðamanna sæki Ísland heim árlega. því þurfum við að sameinast um þjóðaráætlun til að taka á móti þessum gestum.“

Tilkynnir leka til lögreglu - íhugar lögbannskröfu á Kastljósið

Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið hefði dregist. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin.

Kveikt í saltpétri

Lögreglunni á Suðurnesjum barst nýverið tilkynning þess efnis að eitthvað undarlegt væri á seyði við inngang á húsi sem staðið hefur autt í Keflavík.

Vísaði sjálf á kannabis á heimili sínu

Kona á þrítugsaldri, sem hafði verið svipt ökuréttindum, var stöðvuð á Suðurnesjum í gær. Lögreglu grunaði að hún væri með fíkniefni í fórum sínum og var gerð húsleit á heimili hennar í kjölfarið. Þegar þangað var komið framvísaði hún kannabisefnum. Þá hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem keyrði á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Sagði íslensku krónurnar vera sænskar

Lögreglan í Lancaster á Bretlandi leitar nú karlmanns sem gerði tilraun til að skipta íslenskum krónum í bresk pund fyrir tíu dögum síðan.

Benedikt og Helgi metnir hæfastir í Hæstarétt

Benedikt Bogason og Helgi I Jónsson, sem báðir eru starfandi hæstaréttardómarar, eru metnir hæfastir til að gegna embætti hæstaréttardómara samkvæmt mati dómnefndar. Sjö sóttu um tvö embætti sem losna um mánaðamótin þegar Jón Steinar Gunnlaugsson og Garðar Gíslason láta af embætti.

Tengsl milli bólusetningar og drómasýki

Marktækt samband er á milli bólusetningar við svínainflúensu og drómasýki hjá einstaklingum yngri 20 ára í Finnlandi og Svíþjóð. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum Evrópsku Sóttvarnastofnuninnar.

Djúpið framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Djúpið mun keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli á næsta ári, en val meðlimia Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hefur verið kunngjört.

Stal beikoni og kardimommudropum

Liðlega þrítugur karlmaður var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi í tvö ár í Héraðsdómi Norðurlande eystra á föstudag fyrir þjófnað. Maðurinn stal þremur beikon áleggsbréfum, átta vanilludropaglösum og 18 kardimommuglösum úr Samkaup/Strax á Akureyri í júlí síðastliðnum. Þýfið er samtals að verðmæti um 9.500 krónur.

Sjá næstu 50 fréttir