Erlent

Tvær öflugar sprengingar í miðborg Damaskus

Tvær mjög öflugar sprengingar heyrðust í miðborg Damaskus í morgun þar sem nokkrar stjórnarráðsbyggingar eru til staðar sem og höfuðstöðvar sýrlenska hersins.

Einn af blaðamönnum BBC sem er staddur í borginni segir að mikinn reyk leggji frá miðborginni eftir þessar sprengingar og að heyra megi skothríð þaðan.

Ríkissjónvarpshúsið í Damaskus er einnig til staðar í miðborginni en fréttamenn þar segja að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og að slökkvilið glími nú við eldsvoða í höfuðstöðvum hersins. Búið er að stöðva alla umferð til og frá miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×