Innlent

Fullur á dráttarvél með áfengisblöndu í flösku

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint
Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem ók dráttarvél ölvaður og sviptur ökuréttindum, var stöðvaður á Garðvegi á Suðurnesjum í gærkvöld.

Að sögn lögreglu var maðurinn að flytja heyrúllur og vakti það athygli að bæði dráttarvélin og vagninn voru ljóslaus að aftan, og engin glitmerki á vagninum. Maðurinn var því stöðvaður og þegar lögreglan ræddi við hann fannst rammur áfengisþefur af honum.

Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Festivagninn sem heyrúllurnar voru á reyndist við athugun vera óskráður og einnig vantaði skráningarmerki og baksýnisspegla á dráttarvélina.

Í henni fannst hálfs lítra flaska með áfengisblöndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×