Innlent

Hótaði jafnaldra lífláti og hjó til hans með öxi

mynd/ernir
Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir hótanir og sérstaklega hættulega líkamsárás á Selfossi í febrúar í fyrra.

Samkvæmt ákæru hótaði maðurinn jafnaldra sínum lífláti og lagði til hans ítrekað með öxi. Sá sem varð fyrir árásinni reyndi að koma sér undan höggunum, en nokkur þeirra höfnuðu á líkama hans. Maðurinn hélt svo áfram að sveifla öxinni til hans eftir að hafa sært hann.

Þess er krafist að maðurinn, sem er fæddur árið 1991, verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Ákæran veður þingfest á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×