Íslendingar í Danmörku flæktir í risavaxið fíkniefnamál Andri Ólafsson skrifar 25. september 2012 18:30 Amfetamín og e-pillur. Mál Íslendinganna sem voru handteknir í Danmörku í síðustu viku er risavaxið. Tugir kílóa af amfetamíni voru haldlagðir en málið teygir anga sína víða um Evrópu. DV greindi fyrst frá því í síðustu viku að hópur Íslendinga hefði verið handtekinn í Danmörku í tengslum við fíkniefnamál sem var sagt teygja anga sína víða um Evrópu. Fréttastofa RÚV greindi svo frá því að málið varðaði smygl á amfetamíni en öðru leyti hafa fréttir eða upplýsingar um þetta mál verið af skornum skammti, enda lögreglan bæði á Íslandi og Danmörku þögul sem gröfin um málavexti. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur nú heimildir fyrir því að málið sé risavaxið, með stærri málum sem fíkniefnalögreglan hér á landi hefur fengist við. Til marks um það, segja heimildir fréttastofu að eitthvað í kringum 35 kíló af amfetamíni hafi verið haldlögð í aðgerðum lögreglu. Það þýðir að málið er ekki aðeins risastórt á íslenskan mælikvarða, heldur sé þetta umfangsmikið mál á evrópskan mælikvarða. Söluandvirði á 35 kílóum af amfetamíni, sé miðað við að grammið kosti fimm þúsund krónur, eru 175 milljónir. Og ef efnið er hreint, sem það er venjulega í smyglmálum, má drýgja efnið þannig að virðið margfaldast. Einn þeirra sem er í haldi lögreglunnar í Danmörku og er grunaður um smyglið, er samkvæmt heimildum fréttastofu, Guðmundur Ingi Þóroddsson. En hann var umsvifamikill í fíkniefnaheiminum í kring um aldamótin og fékk þá þunga dóma fyrir innflutning á E-pillum. Hann blandaðist líka inn í mál smyglarans Kio Briggs sem vakti mikla athygli hérlendis en Guðmundur átti að hafa komið upp um Briggs gegn því að fá vægari meðferð á sínum málum. Eftir að Guðmundur afplánaði sína dóma hefur hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu verið búsettur erlendis. Lögreglan vill, sem fyrr segir, engar upplýsingar veita um þetta mál. En samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur rannsókn þess staðið yfir síðan í júní á síðasta ári. Grunsemdir eru um að smyglið teygi anga sína frá Spáni til Amsterdam, Kaupmannahafnar og Osló og Reykjavíkur. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Mál Íslendinganna sem voru handteknir í Danmörku í síðustu viku er risavaxið. Tugir kílóa af amfetamíni voru haldlagðir en málið teygir anga sína víða um Evrópu. DV greindi fyrst frá því í síðustu viku að hópur Íslendinga hefði verið handtekinn í Danmörku í tengslum við fíkniefnamál sem var sagt teygja anga sína víða um Evrópu. Fréttastofa RÚV greindi svo frá því að málið varðaði smygl á amfetamíni en öðru leyti hafa fréttir eða upplýsingar um þetta mál verið af skornum skammti, enda lögreglan bæði á Íslandi og Danmörku þögul sem gröfin um málavexti. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur nú heimildir fyrir því að málið sé risavaxið, með stærri málum sem fíkniefnalögreglan hér á landi hefur fengist við. Til marks um það, segja heimildir fréttastofu að eitthvað í kringum 35 kíló af amfetamíni hafi verið haldlögð í aðgerðum lögreglu. Það þýðir að málið er ekki aðeins risastórt á íslenskan mælikvarða, heldur sé þetta umfangsmikið mál á evrópskan mælikvarða. Söluandvirði á 35 kílóum af amfetamíni, sé miðað við að grammið kosti fimm þúsund krónur, eru 175 milljónir. Og ef efnið er hreint, sem það er venjulega í smyglmálum, má drýgja efnið þannig að virðið margfaldast. Einn þeirra sem er í haldi lögreglunnar í Danmörku og er grunaður um smyglið, er samkvæmt heimildum fréttastofu, Guðmundur Ingi Þóroddsson. En hann var umsvifamikill í fíkniefnaheiminum í kring um aldamótin og fékk þá þunga dóma fyrir innflutning á E-pillum. Hann blandaðist líka inn í mál smyglarans Kio Briggs sem vakti mikla athygli hérlendis en Guðmundur átti að hafa komið upp um Briggs gegn því að fá vægari meðferð á sínum málum. Eftir að Guðmundur afplánaði sína dóma hefur hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu verið búsettur erlendis. Lögreglan vill, sem fyrr segir, engar upplýsingar veita um þetta mál. En samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur rannsókn þess staðið yfir síðan í júní á síðasta ári. Grunsemdir eru um að smyglið teygi anga sína frá Spáni til Amsterdam, Kaupmannahafnar og Osló og Reykjavíkur.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira