Innlent

Yfir 80 sóttu um þrjár stöður skrifstofustjóra í ráðuneyti

Hvorki meira né minna en áttatíu og ein umsókn hefur borist atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu um þrjár stöður skrifstofustjóra sem auglýstar hafa verið.

Það var í upphafi mánaðarins sem þessar þrjár stöður skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru auglýstar lausar til umsókna. 38 umsóknir bárust um starf skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu og rekstrar, 20 sóttu um starf skrifstofustjóra á skrifstofu viðskiptahátta og 23 sækjast eftir starfi skrifstofustjóra á skrifstofu afurða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×