Innlent

Benedikt og Helgi metnir hæfastir í Hæstarétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt Bogason og Helgi I Jónsson, sem báðir eru starfandi hæstaréttardómarar í fjarveru annarra, eru metnir hæfastir til að gegna embætti hæstaréttardómara samkvæmt mati dómnefndar. Sjö sóttu um tvö embætti sem losna um mánaðamótin þegar Jón Steinar Gunnlaugsson og Garðar Gíslason láta af embætti. Innanríkisráðherra mun að öllum líkindum hafa mat nefndarinnar til grundvallar þegar hann skipar í embættin.

Umsækjendur um dómaraembættin voru: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor, Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari, Ása Ólafsdóttir lektor, Benedikt Bogason dómstjóri og settur hæstaréttardómari, Helgi I. Jónsson dómstjóri, Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og Ingveldur Þ. Einarsdóttir héraðsdómari. Aðalheiður Jóhannsdóttir dró umsókn sína til baka 20. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×