Innlent

Féll niður fjóra metra úr fiskikari

Fiskikar. Myndin er úr safni.
Fiskikar. Myndin er úr safni.
Það óhapp varð í Grindavík á dögunum að maður féll úr fiskikari og tvíhandleggsbrotnaði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var verið að vinna að uppsetningu á flúorljósum í geymsluhúsnæði þegar óhappið varð.

Við verkið var notaður lyftari og hafði fiskikari verið komið fyrir á bómu hans til að auðvelda uppsetningu ljósanna.

Maðurinn, sem um ræðir, fór ofan í fiskikarið og var hífður upp í um fjögurra metra hæð. Heyrðist þá öðrum, sem stjórnaði lyftaranum, að einhver væri að banka, fór út úr tækinu, en rak sig um leið í stýripinna fyrir bómuna.

Við það fóru spaðar lyftarans niður, sturtuðu fiskikarinu af og féll maðurinn í gólfið með karinu. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×