Erlent

Hreingerningakona stal verðmætri styttu af Benjamin Franklin

Sjaldgæf stytta af Benjamin Franklin, eins af landsfeðrum Bandaríkjanna, fannst um mánuði eftir að henni var stolið af heimili auðugrar fjölskyldu í einu úthverfa Philadelphia í Pennsylvaínu.

Styttan fannst þegar lögreglan handtók hreingerningakonu sem unnið hafði á heimilinu. Styttan er metin á um 3 milljónir dollara eða um 370 milljónir króna.

Aðeins þrjú eintök voru gerð af þessari styttu, af myndhöggvaranum Jean-Antoine Houdon í París, árið 1778 þegar Benjamin Franklin heimsótti borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×