Innlent

Fjársvelt lögregla: "Þetta er ekki sniðugt“

Flúðir.
Flúðir.
„Við höfum áhyggjur af þessu ástandi, það mætti vera sýnilegri lögggæsla en ástandið hefur farið versnandi, sérstaklega síðustu ár," segir Jón G. Valgeirsson, sveitastjóri Hrunamannahrepps á Flúðum, en þar finna íbúar vel fyrir skorti á löggæslu á svæðinu eins og annarsstaðar í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, en óhætt er að segja að embættið sé fjársvelt miðað við umfang og stærð umdæmisins. Reykjavík síðdegis ræddi við Jón fyrr í dag.

Þar benti Jón á að svæðið sé að auki vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi, hundruð þúsunda ferðamanna fara í gegnum svæðið á hverju ári, sem minnki ekki álagið á lögregluembættið.

„Það er ekki sniðugt að hafa þetta svona," segir Jón en sveitastjórnin hefur þegar óskað eftir fundi með fjárlaganefnd auk þess sem rætt verður við þingmenn kjördæmisins á næstu dögum og vikum.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×