Erlent

Allsherjarverkfall boðað í Grikklandi í dag

Athafnalíf í Grikklandi mun fara meir og minna úr skorðum í dag þar sem tvö af stærstu verkalýðssamtökum landsins hafa boðað við allsherkarverkfall í 24 tíma.

Ástæða verkfallsins eru mikil óánægja með áframhaldandi niðurskurð í rekstri hins opinbera í Grikklandi að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Verkfallið mun m.a. bitna á samgöngum og reiknað er með að allt flug til og frá landinu muni liggja niðri í dag sem og rútuferðir.

Reiknað er með að um 3.000 lögreglumenn verði til staðar í miðborg Aþenu í dag vegna verkfallsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×