Innlent

Tilkynnt um eld í Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur.
Tilkynnt var um eld í Sundhöll Reykjavíkur klukkan fimm í dag og slökkvilið sent á staðinn ásamt lögreglu. Í ljós kom að þar voru iðnaðarmenn við háþrýstiþvott með tilheyrandi vatnsúða sem tilkynnanda sýndist vera reykur.

Um klukkan tvö í dag sáu lögreglumenn svo stúlku í stimpingum við eldri mann fyrir utan verslun í Vesturbænum. Þegar að var gáð kom í ljós að maðurinn hafði stolið vörum úr versluninni og var stúlkan að reyna að ná þeim af honum. Lögreglumennirnir komu til aðstoðar og málið afgreitt á hefðbundinn hátt. Maðurinn laus að því loknu.

Um svipað leytið var svo einstaklingur handtekinn við framhaldsskóla í austurborginni grunaður um sölu fíkniefna. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×