Erlent

Fimm á sjúkrahúsi í Óðinsvéum með óþekkta veirusýkingu

Talið er að fimm manns sem liggja nú á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum í Danmörku séu með áður óþekkta veirusýkingu sem líkist helst SARS veirunni.

Áður hafa tvö tilfelli af þessari veirusýkingu komið upp, þar af annað í Bretlandi og er  einstaklingurinn sem greindist með hana þar látinn. Þeir sem greindst hafa með veiruna eru taldir hafa sýkst af henni á Arabíuskaganum og í Katar. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa varað Dani við að ferðast til þessara landssvæða.

Í frétt um málið í Berlingske Tidende er haft eftir Jens Peter Steensen forstjóra háskólasjúkrahússins að seinni partinn í dag muni niðurstöður rannsókna á þessum fimm einstaklingum liggja fyrir og að þá verði væntanlega staðfest að um sömu veiruna sé að ræða og greinst hefur í Bretlandi.

Á meðan eru þessir fimm einstaklingar hafðir í einangrun. Steensen segir að þeir séu vel haldnir og ekki alvarlega veikir enn sem komið er.

Veiran sem hér um ræðir getur valdið alvarlegri sýkingu í öndunarfærum fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×