Innlent

Sagði íslensku krónurnar vera sænskar

Lögreglan í Lancaster á Bretlandi leitar nú karlmanns sem gerði tilraun til að skipta íslenskum krónum í bresk pund fyrir tíu dögum síðan.

Maðurinn hélt því fram að um sænskar krónur væri að ræða. Fjallað er um málið í bæjarmiðlinum en þar segir að maðurinn hafi lagt þrjátíu þúsund íslenskar krónur á skrifborð starfsmanns sem starfar á skrifstofu sem skiptir ferðamannagjaldeyri.

Starfsmanninum grunaði að ekki væri allt með felldu og neitaði að skipta peningunum þar sem sænskar krónur eru mun verðmeiri en þær íslensku.

Lögreglan hefur nú lýst eftir manninum og birt af honum í fjölmiðlum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×