Innlent

QR kóði á skafmiðum

Nú geta þeir sem kaupa Happaþrennur skannað svokallaðan QR kóða og staðfest sjálfir hvort það sé vinningur á skafmiðanum. Ef kóðinn er skannaður með snjallsíma eða spjaldtölvu kemur upp gluggi sem segir til um hvort það er vinningur á skafmiðanum og þá hversu hár hann er.

Samkvæmt upplýsingum frá Happdrætti Háskóla Íslands er verið að efla öryggi allra sem koma að kaupunum eða sölu á Happaþrennum.

Viðskiptavinurinn getur verið viss um að hann sé ekki að missa af vinningi og sölumaðurinn getur fullvissað sig um að miðinn sé gildur og að hann sé að greiða út rétta vinningsupphæð.

„Í tengslum við þessa nýjung verður Happaþrennan með leik í gangi til 30.september 2012. Þeir sem skanna QR kóðann á skafmiðanum sínum en eru ekki með vinningsmiða fá annað tækifæri og býðst að skrá sig í Aukaleik Happaþrennunnar í gegnum símann eða spjaldtölvuna. Dregið verður úr innsendum skráningum þann 1.október næstkomandi. Vinningarnir eru ekki af verri endanum en þeir eru: iPad frá Macland, Gjafabréf í flug frá Wow air, árskort í Þjóðleikhúsið, 2 fyrir 1 í bíó og Happaþrennur," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×