Erlent

Obama með öruggt forskot á Romney í Ohio

Ný skoðanakönnun sem unnin var af Washington Post sýnir að Barack Obama Bandaríkjaforseti er með öruggt forskot á Mitt Romney í Ohio og nokkurt forskot í Flórída.

Obama er með átta prósentustiga forskot á Romney í Ohio eða 52% á móti 44% og fjögurra prósentustiga forskot í Flórída eða 51% atkvæða á móti 47% hjá Romney.

Enginn frambjóðandi Repúblikana í sögunni hefur unnið forsetakosningar án þess að vinna í Ohio.

Demókratar eru svo með enn meira forskot en þetta á Repúblikana í þessum tveimur ríkjum í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fara fram samhliða forsetakosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×