Innlent

Tengsl milli bólusetningar og drómasýki

Ísland tók ekki þátt í þessari rannsókn en eins og áður hefur komið fram þá sást ekki marktækt samband bólusetningar hér landi við drómasýki.
Ísland tók ekki þátt í þessari rannsókn en eins og áður hefur komið fram þá sást ekki marktækt samband bólusetningar hér landi við drómasýki.
Marktækt samband er á milli bólusetningar við svínainflúensu og drómasýki hjá einstaklingum yngri 20 ára í Finnlandi og Svíþjóð. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum Evrópsku Sóttvarnastofnuninnar.

Um er að ræða samevrópska rannsókn átta landa (Danmerkur, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Noregs, Svíþjóðar, Bretlands og Frakklands). Rannsökuð voru tengsl drómasýki við bólusetningu með Pandemrix bóluefninu.

Ísland tók ekki þátt í þessari rannsókn en eins og áður hefur komið fram þá sást ekki marktækt samband bólusetningar hér landi við drómasýki.

Drómasýki er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum svefntruflunum. Þar á meðal svefnflogum (óstjórnleg syfjan) og slekjuköstum (tímabundin lömun).

Pandemrix hefur verið notað við inflúensu líkt og þeirri sem greindist hér á landi árið 2009. Þá hefur lyfið einnig verið notað þegar lýst hefur verið yfir heimsfaraldri.

Lyfið inniheldur dauða veiru sem búið er að eiga við svo að ónæmiskerfi líkamans örvist og myndi vörn gegn veirunni án þess að fólk veikist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×