Innlent

Vilja píkusafn frekar en villidýrasafn

Mosfellsbær.
Mosfellsbær.
Íbúahreyfing Mosfellsbæjar hélt aðalfund sinn í kvöld en þar var samþykkt ályktun um að Íbúahreyfingin beiti sér fyrir opnun Píkusafns – Vulva Museum – í Mosfellsbæ.

Á heimasíðu íbúahreyfingarinnar kemur fram að bæjarstjórnarmeirihlutinn í Mosfellsbæ hafi komið fram með þá hugmynd að í bænum yrði opnað villidýrasafn. Íbúahreyfingin hefur ákveðnar efasemdir um að slíkt safn sé tímanna tákn.

Í ályktuninni segir meðal annars:

„Það er margt sem Píkusafn hefur fram yfir villidýrasafn að okkar mati. Í fyrsta lagi lifum við á tímum mikillar vakningar í jafnréttismálum. Því fylgir mikið blómaskeið píkunnar sem hefur, ef svo má að orði komast, komið út úr skápnum á undanförnum árum. Leikrit eru samin henni til dýrðar, hljómsveitir kenna sig við hana og nú síðast komu fréttir af því að hin virta listakona Kristín Gunnlaugsdóttir hafi ofið rúmlega fjögurra metra háan klukkustreng sem skartar risapíku sem verður sýnd í Listasafni Íslands á næsta ári. Gaman væri ef safnið gæti eignast það reisulega verk."

Hægt er að kynna sér hugmyndir hreyfingarinnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×